Gleðilegar fréttir frá RÚV


Nú voru að  berast góðar fréttir frá RÚV.

Nú á að vera hægt frá 18. desember að nálgast allt íslenskt efni sem hefur verið for-textað með íslenskum texta á vef RÚV.

Næsta og síðasta skrefið hjá RÚV er að texta efni sem sent er beint út með sama hætti.

Þetta eru gleðifréttir og við förum bjartsýn inn í jólahátíðina með væntingar í brjósti um góða samvinnu á næsta ári.

Stjórn Heyrnarhjálpar fagnar þessum áfanga og óskar lesendum og félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári um leið og við þökkum stuðning og samvinnu á árinu.