Nýr starfsmaður Heyrnarhjálpar

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til að sjá um sérstakt tímabundið verkefni sem við ráðumst nú í hér hjá Heyrnarhjálp.

Sigríður Fossberg Thorlacius, sem jafnframt er formaður Málbjargar, ætlar að vinna rannsóknarvinnu fyrir okkur og sækja upplýsingar sem nýtast til að móta heilstæða stefnu fyrir þá sem eru heyrnarskertir á Íslandi.
Gerð verður könnun á viðhörfum þeirra sem búa við skerta heyrn og eins á stefnum systurfélaga okkar á Norðurlöndunum heilt yfir.

Við bjóðum Sigríði hjartanlega velkomna til starfa.