Nýr starfsmaður Heyrnarhjálpar

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til að sjá um sérstakt tímabundið verkefni sem við ráðumst nú í hér hjá Heyrnarhjálp.

Sigríður Fossberg Thorlacius, sem jafnframt er formaður Málbjargar, ætlar að vinna rannsókn fyrir okkur og sækja upplýsingar sem nýtast til að móta heilstæða stefnu fyrir þá sem eru heyrnarskertir á Íslandi.
Hún mun kanna stefnu systurfélaga okkar á Norðurlöndunum og hjá Evrópusamtökunum – greina þær upplýsingar og bera saman.
Stjórnin mun svo í haust fara í faglega stefnumótunarvinnu og nýta þessa rannsóknarvinnu til þess meðal annars.
Áður en sú stefna verður birt opinberlega mun um við kanna viðhorf þeirra sem búa við skerta heyrn á henni.

Við bjóðum Sigríði hjartanlega velkomna til starfa og væntum mikils af hennar vinnu.