40. Fundargerð stjórnar 28.11.2016

  1. fundur Heyrnarhjálpar – Félag heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 28.11. 2016 að Langholtsvegi 111 kl. 17.15.

 

Mættir: Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ), Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar (KS), Ingólfur Már Magnússon (IMM), Þráinn Sveinbjörnsson, Margét Friðþjófsdóttir (MF), Sigrún Magnúsdóttir (SM).

Forföll boðuðu Kristín Margrét Bjarnadóttir (KMB) og Atli Ágústsson (AÁ)

Dagskrá:

  1. Formaður setti fundinn með táknmáli.
  2. Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð af þeim sem voru á þeim fundi.
  3. Farið var yfir fjármálastöðuna. Greitt var inná lán samkvæmt ákvörðun stjórnar þann. 19.7. kr. 3.500.000,- og aftur þann 4. 11. Kr.1.000.000.

Kom í ljós loforð v/auglýsinga væri um 830.000, er því ljóst að ekki verður hagnaður af blaðinu en von um að það geti verið nánast á jöfnu miðið við að allt innheimtist.

Kolbrún sýndi okkur Fréttablaðið á tölvutækuformin en það fer líka á heimasíðuna. Vangaveltur voru um hvort fólk læsi blaðið en flestir sammála um að þetta væri flott blað. Blaðið kemur í dreifingu á næstu dögum eða fyrstu daga í desember og er sent beint til allra félagsmanna. Farið verður með nokkur eintök á Heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík, dreift á fundum og til nýrra félagsmanna við inngöngu. Þá verður blaðið sent til þeirra aðila sem hafa hýst fræðslufundi okkar úti á landsbyggðinni og styrktaraðila í blaðinu.

Í Fréttablaði Heyrnarhjálpar er alltaf birt stór mynd af „Heyrnarskala“ þar sem sjá má hættumörk hávaða á heyrn. Rætt var um hvort nota megi þessa mynd víðar og e.t.v. í blaðaauglýsingu eða plaköt.

Íslensk útgáfa á leiðbeiningum vegna tónmöskva er á síðustu meturnum. PDF bráðabirgða útgáfan er komin.

ÖBI sendi útkall vegna málefnahópa.
Fyrir hönd félagsins gáfu kost á sér Sigrún Magnúsdóttir og Margrét Friðþjófsdóttir báðar í málefnahóp um atvinnu- og menntamál.

Verkefnalisti aðgengishóps, Ingólfur kynnti  hann en aðgengishópur ætlar að funda á næstunni.

Kolbrún vakti máls á því að í síðustu fundargerð vantaði að á þeim fundi var samþykkt að hún fengi að flytja rest af sínu sumarfríi fram á nýtt ár eftir að hún tæki umrædda 4 daga í desember þ.e. 6.-9.  Þá væru eftir 14 dagar fyrir næsta ár.
Það var samþykkt.

Fundi slitið kl : 18:12.

Margrét ritar fundargerð.

Stefnt er á að hafa fund fljótlega eftir áramótin.