Að loknum aðalfundi NHS

 

Nú er lokið árlegum aðalfundi NHS (Nordiska Hörselskadades Samarbetskommitté) sem haldinn 27. ágúst 2017 í Asker í Noregi.

Samtökin NHS eru heildarsamtök fyrir félög heyrnarskertra á Norðurlöndunum.
Þau samanstanda af 6 löndum en 8 félögum og í þeim eru nú 115.000 félagsmenn.
Formaður samtakanna er Morten Buan en aðstoðarmaður hans er Roar Råken og starfsmaður NHS er Viena Rainio.
Það er mikilvægt að efla tengsl við nágrannaþjóðirnar og deila fróleik og þekkingu á milli landa.
Samtökin eru umboðsaðilar fyrir flest félög í Evrópusamtökum heyrnarskertra EFHOH og alþjóðasamtökum heyrnarskertra IFHOF
Ákveðið var að á næsta ári yrði aðalfundur og þemadagur á Íslandi.
Í sambandi við aðalfundi samtakanna hefur verið venja að hafa þemadag þar sem við fáum til okkar faglært fólk ásamt fólki sem hefur mikla þekkingu og reynslu af málefnum tengdum því þema sem lagt er upp með hverju sinni.
Í ár var þemað ” að eldast með heyrnarskerðingu” á Norðurlöndunum.
Það voru flutt erindi og farið yfir rannsóknir á því hvaða þjónusta er í boði fyrir fólk á öldrunarheimilim í Oslo.
Ekki var það allt gott er óhætt að segja.
Það væri fróðlegt að vita hvernig þessum málum er háttað hjá okkur hér á Íslandi.
Eru þau í góðu lagi.
Er fólkið vanrægt eða vel sinnt ?