Aðalfundargerð Heyrnarhjálpar 2017

Aðalfundur Heyrnarhjálpar var haldinn 12. apríl 2017 í Safnaðarheimili Langholtskirkju.

Venjuleg aðalfundarstörf gengu greiðlega.

Formaðurinn Hjörtur Jónsson setti fundinn og tilnefndi Gísla Ólaf Pétursson sem fundarstjóra.
Kolbrún framkvæmdastjóri fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2016 og kynnti ársreikninga félagsins.
Engar fyrirspurnir eða athugasemdir voru gerðar við skýrsluna né ársreikningana, sem voru samþykktir með lófataki.
Tillaga kom fram úr sal um hækkun árgjalds úr 1.500,- kr. í 2.000,- kr. og var það samþykkt einróma.
Kosningar fóru þannig að fráfarandi stjórn var endurkjörin þ.e. þeir sem voru búnir með sitt kjörtímabil.
Engin mótframboð voru og stjórnamenn kjörnir með lófataki.

Núverandi stjórn er því sem fyrr þannig skipuð:
Hjörtur Jónsson formaður kosinn til eins árs.
Ingólfur Már Magnússon endurkjörinn til 2. ára
Margrét Friðþjófsdóttir endurkjörin til 2. ára
Þráinn Sigurbjörnsson kjörinn til 2. ára í fyrra og því ekki í kjöri núna.
Sigrún Magnúsdóttir kjörinn til 2. ára í fyrra og því ekki í kjöri núna.
Varamenn sem voru endurkjörnir til eins árs:
Kristín Margrét Bjarnadóttir og Atli Ágústsson

Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir til eins árs:
Sigurjón Einarsson og Tómas Hallgrímsson
Til vara til eins árs:
Þórarinn Steingrímsson og Sigurður Einarsson

Rétt er að geta þess að samkvæmt nýjum lögum Heyrnarhjálpar sem samþykkt voru á aðalfundi 31. mars. 2015 þá skal kjósa stjórnarmenn til 2.ára en formann, varamenn, og skoðunarmenn reikninga til 1. árs í senn.

Rittúlkur var Þórný Björk Jakobsdóttir