Aðalfundargerð Heyrnarhjálpar 28.03.2019

Aðalfundur Heyrnarhjálpar

  1. mars 2019 kl. 20:00

Safnaðarsal Langholtskirkju

 

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Kosinn fundarstjóri og var Gísl Ólafur Pétursson, tilnefndur fundarstjóra.
Rittúlkur var Þórný Björk Jakobsdóttir að venju og styðst fundargerð við hennar skýrslu.

Kolbrún framkvæmdastjóri flutti skýrslu stjórnar:

Skýrsla Heyrnarhjálpar fyrir starfsárið 2018

 

Núverandi stjórn tók við eftir aðalfundur Heyrnarhjálpar 2018, sem var haldinn var 21.mars kl. 20 í safnaðarheimili Langholtskirkju

Stjórnarmenn voru þá kjörnir eftirfarandi :

 

Hjörtur Jónsson formaður

Ingólfur Már Magnússon varaformaður – var ekki í kjöri

Stefán Benediktsson,  kosinn til tveggja ára

Sturla Þengilsson kosinn til tveggja ára.

Margrét Friðþjófsdóttir – var ekki í kjöri

Sigrún Magnúsdóttir  kosin í varastjórn til eins árs
Kristín Margrét Bjarnadóttir  varamaður kosin til eins árs

 

Starfsemi Heyrnarhjálpar hefur verið með hefðbundnu sniði síðastliðin ár.

Stjórnarfundir hafa verið eftir verkefnum og þörfum eða alls 6 fundir á þessu ári.

Auk þess hafa verið nokkrir fundir vegna undirbúnings fyrir ársfund og þemadaga í Norrænu samtökunum okkar NHS-sem við erum aðilar að.

 

Fjármál

 

Farið verður yfir fjármálin hér á eftir og reikningana 2018 en þess má geta að reksturinn er í ágætu jafnvægi en allt veltur á að fá styrki til starfseminnar frá ríki og frá ÖBI. Fyrir þetta ár er hagnaðurinn 615.324,-
Að þessu sinni voru styrkir lægri en áður eða sem nemur 1.540.459,- og því minni hagnaður sem því nemur en réttu megin við strikið samt.
Auk þess erum við með óvenjulegan kostnaður vegna þess að við sáum um ársfund og þemadaga NHS hér á Íslandi. Okkar kostnaður vegna þess er 1.137.738,-

 

Aðrir fundir og samstarf

 

Við höfum ávallt leitast við að vinna með öðrum aðilum í okkar geira og svo hefur einnig verið þetta árið. Þar ber að nefna ÖBI, en þar höfum við boðið fram krafta okkar þegar eftir er kallað.
Hjörtur Kolbrún og Ingólfur sitja í nefndum fyrir Öryrkjabandalagið.

 

Hjörtur er í Nefnd félagsmálaráðuneytisins um umönnunargreiðslur og greiðslur til foreldra langveikra barna, tilnefndur af ÖBÍ. Einnig í stjórn Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Hann er líka í stjórn Foreldrafélags heyrnarskertra og heyrnardaufra barna.

 

Ingólfur hefur setið í Aðgengishópi ÖBI sem fulltrúi Heyrnarhjálpar og er einnig í Ferlinefnd Reykjavíkur og sem varafulltrúi í nefnd um umferðamál en sú nefnd er á vegum Sveitastjórna- og samgönguráðuneytisins.
Þá er hann einnig í nefnd um Almannaróm sem fulltrúi ÖBÍ.

Kolbrún er aðalfulltrúi ÖBÍ í Öldrunarráði Íslands en samtökin eiga þar einn fulltrúa og

einn varafulltrúa.

Við höfum auk þess alltaf mætt með fullskipað lið á aðalfund Öryrkjabandalagsins en nú er farið að taka tillit til þess í úthlutun styrkja hjá ÖBI.

 

Við höfum átt mjög gott samstarf við HTÍ- Heyrnar -og talmeinastöðvar Íslands og barist fyrir bættum aðstæðum hjá þeim enda eru það þau sem eru að veita víðtækustu þjónustuna og það er ávinningur fyrir heyrnarskert fólk að fá sem besta þjónustu.
Starfsfólk HTÍ hefur alltaf verið reiðubúið að leggja okkur lið bæði í útgáfu blaðsins með myndarlegu auglýsingarframlagi og með viðtöl og fróðleg erindi í blaðið okkar sem kemur út á hverju ári.

Fundir á landsbyggðinni voru haldnir samkvæmt áætlun stjórnar og voru þeir allir vel heppnaðir.
Við heimsóttum Austurlandið að þessu sinni og erum þá búin að loka hringnum ef svo má segja.
Farið var á Eskifjörð, Neskaupstað og Seyðisfjörð.
Að þessu sinni var Kolbrún framkvæmdastjóri ein á ferð og heimsótti jafnframt

Egilsstaði og Akureyri þar sem hún dreifði  blöðum á leið sinni um þetta svæði.

Á Seyðisfirði var skemmtilegur ”aukafundur” í aðalsjoppu bæjarins þar sem ”heimakarlar” voru fræddir um ýmis heyrnartengd vandamál og var það hin skemmtilegsta stund og mikið fjör í umræðunum.
Það er oftast mikið um reynslusögur og skemmtileg stemming á þessum fundum.

Allt voru þetta góðir fundir með mikilli þátttöku fundarmanna í umræðum, spurningum og frásögnum um reynslu sína og upplifun.

 

Útgáfa Fréttablaðins.

Fréttablaðið okkar kom út að venju og er það tuttugasta og annað árið í röð sem það er gefið út. Við höfum nú fengið nýjan ritstjóra til liðs við okkkur Helga Hólm sem er margreyndur í útgáfu- og félagsmálum og auk þess hörku golfari og hefur verið landsliðsmaður þar.

 

Fyrri ritstjórum okkar hefur vegnað vel og má til gamans nefna að Kolbeinn Óttarson Proppe fór frá okkur og inn á Alþingi Íslendinga og Ingimar Karl Helgason fór frá okkur til Öryrkjabandalagsins sem samskiptastjóri .

Það greinilega  skemmir ekki fyrir ferilskránni að hafa starfað fyrir Heyrnarhjálp og stórfínt fyrir okkur að lykilmenn þekki okkar málefni í gegnum þessa vinnu sína hér.
Við fögnum því bara og óskum þeim velfarnaðar í sínum störfum.
Helgi tók við keflinu á lokametrunum árið 2017 og hellti sér af eldmóði í þessi mál og svo var hann með blaðið í fyrra líka.
Við viljum samt halda honum sem lengst hjá okkur J

 

 

Erlent samstarf:
Þátttaka í norrænu samstarfi er einnig hluti af hefðbundnu starfi félagsins, en við höfum lengi verið í samstarfi við systurfélög á Norðurlöndunum.  NHS (Nordiska Hörselskadades Samarbetskommitté)
Við sendum tvo fulltrúa til Kaupmannahafnar í mars 12.mars 2018 á formannafund eins og venja er í mars.

Að þessu sinni fengum við hin félögin í NHS til okkar og var aðalfundur og þemadagar haldið hér á Íslandi 30 ágúst til 2 sept.
Við leiguðm sali og aðstöðu alla á Hótel Selfoss en það var mun ódýrar en að vera í Reykjavík.

Við leigðum rútur frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf  og var farið í skoðunarferð um nágrennið.  Síðan var séríslenskt ” Gardenparty” heima hjá foreldrum formannsins  en þau  búa á Selfossi.

Grillvagninn sá um að grilla og var þetta mjög vel heppnað og einsdæmi í þessum samtökum að einhver taki allan hópinn  heim til sín og þar sé partý fram á nótt.
Glaumur og gleði og mikið hlegið.

Ég held að við höfum alveg staðið undir þeim ummælum sem maður heyrir oft sagt um okkur Íslendinga að ” þeir kunni að skemmta sér” .

 

Samvinna – rittúlkun

 

Heyrnarhjálp  hefur haldið árlega í samvinnu við Langholtskirkju, eina rittúlkaða messu og oftast á jólaföstunni.
Þær hafa verið vel sóttar og farið fjölgandi þeim gestum sem koma enda höfum við auglýst þær vel í útvarpi og á heimasíðu félagsins.

Kirkjan hefur lagt til prestinn en séra Jóhanna Gísladóttir hefur séð um þann þátt en við útvegað rittúlkinn og það er Þórný Björk Jakobsdóttir sem hefur verið okkar maður þar. Hún hefur líka rittúlkað aðalfundi félagsins og ef við erum að gera eitthvað sem vekur athygli á kostum rittúlkunar.
Við erum henni verulega þakklát fyrir að vera til taks fyrir okkur.

 

Samvinna – textun

 

Við höfum síðustu undanfarin ár verið í góðu samstarfi við Umboðsmann Alþingis og meðal annars lagt honum til gögn og upplýsingar um textun á RÚV. Hann fór sjálfur í það að kanna frammistöðu RÚV við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til stofnunarinnar í samningum við ríkið um aðgengi allra að efni sem er sýnt.

Nú í ár erum við að hefja samstarf við Félag Heyrnarlausra – Döff – um átak til að krefjast betri textunar hjá RÚV og viljum láta lögleiða textun í fjölmiðlum.
Þetta er okkar helsta baráttumál og mikið mál fyrir þau líka í Döff til að fylgjast með innlendu efni bæði myndum og þáttum um íslenskt efni.
Það má segja að það þokist í rétta átt hjá RÚV en mjög hægt.

 

Þakkir:
Stjórn Heyrnarhjálpar og framkvæmdastjóri vilja svo að lokum þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóg í okkar málum, stutt okkur með framlagi sínu bæði í starfi og málefnavinnu.

Við viljum þakka þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt okkur velvilja og styrkt okkur með ýmsum hætti. Helst ber að nefna Hagkaup og Heyrnar-og talmeinastöðina sem auglýsir alltaf myndarlega í blaðinu auk þess að vera alltaf til taks fyrir okkur.

 

Þá þökkum við okkar samstarfsaðilum í hinum ýmsu verkefnum fyrir gott samstarf og samskipti í þágu þeirra sem eru með skerta heyrn eða annan heyrnarvanda.

Hjartans þakkir sendum við svo til þeirra sómahjóna Jóns Hjartarsonar og Áslaugar Ólafssdóttur sem gerðu okkur svo stolt og þakklát á Selfossi síðastliðið sumar með því að halda fyrir okkur partýið sem ég nefndi hér áðan.

F.h. stjórnar

Kolbrún Stefánsdóttir

Framkvæmdastjóri

 

Nú er komið að skýrslu formanns

Hjörtur fór yfir stöðu okkar sem félags og taldi að starfsemin  gengi vel miðað við allt og allt með þetta fjármagn og svo um stöðuna í okkar málefnum almennt.
Hann talar um nýja tækni og nýjar framfarir  og var bjartsýnn á framtíðina
Nokkrar umræður urðu um slaka þjónustu við heyrnarskerta og skilningsleysi RÚV en fram kom að miklar vonir eru bornar til Svandísar Svavars heilbrigðisráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um textun en það heyrist ekkert um það frumvarp nú.
Kristín Lena nýr forstöðumaður hjá SHH spurðist fyrir um samstarf á milli þeirrar stofnunar og Heyrnarhjálp og fékk þær upplýsingar að það hefði verið frekar lítið en þó aðeins t.d. þátttaka í verkefni Sky High og þátttaka í fundarröð hjá þeim.
Bæði Heyrnarhjálp og nýr forstöðumaður SHH lýstu miklum áhuga á að bæta samstarf og auka samskipti.

Umræður um reikninga félagsins sem farið var yfir í upphafi fundar og um skýrslu stjórnar og formanns.
Samþykkt samróma.

Tillaga stjórnar um óbreytt árgjöld 2000,- kr – samþykkt

 

Engar lagabreytingar

Kosningar
Kosning formanns : Hjörtur Jónsson einn í framboði og kjörinn með lófataki.
Kosning í aðalstjórn : Tillaga stjórnar Ingólfur Már Magnússon og Sigrún Magnúsdóttir kosin til tveggja ára.
Kosning í varastjórn : Helgi Hólm og Kristín Margrét Bjarnadóttir  til eins árs í senn
Kosning í félagskjörna skoðunarmanna : Sigurður Einarsson og Tómas Hallgrímsson
kosning varamanna skoðunarmanna: Magnea Sólveig Bjartmarz og Daniel B. Björnsson

 

Önnur mál:

Ekkert sérstakt mál tekið fyrir en nokkrar umræður um eitt og annað og góð stund

Formaður þakkaði fundarmönnum komuna og fundarstjóra og rittúlki fyrir vel unnin störf og sleit síðan fundi.

 

Fundi lauk  kl 21:30