Aðalfundur Heyrnarhjálpar

Aðalfundur Heyrnarhjálpar, félags heyrnarskertra á Íslandi,
verður haldinn þriðjudaginn 15. september 2020 í Safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 20.00

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Önnur mál

Rittúlkur á staðnum og boðið upp á kaffi og meðlæti.
Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn eða taka þátt í verkefnum varðandi málefni heyrnarskertra vinsamlega hafi samband í síma 8666444

Allir velkomnir.

Kolbrún Stefánsdóttir

framkvæmdastjóri