Áramótakveðja

Kæru félagar og aðrir velunnarar.

Stjórn Heyrnarhjálpar sendir sínar bestu óskir um gott og gleðiríkt ár og þakkar fyrir árið sem er að kveðja.

Sérstakar þakkir sendum við til þeirra sem sótt hafa fundina okkar og þeirra sem  tekið hafa á móti okkur í Landsbyggðaheimsóknunum.

Þá viljum við þakka af hlýhug þeim sem styrkt hafa starfsemina og útgáfu fréttablaðsins með framlögum sínum bæði í formi vinnu og auglýsinga.

Nú þegar hinn háværi áramótafagnaður nálgast  viljum við minna á börnin og dýrin.

Við vonum að öll börn fái hlífar á eyru jafnt og augu við ármótaflugeldana.

Heyrumst á nýju ári sem vonandi færir okkur bættan hag og betri skilning á kjörum fólks sem býr við heyrnarskerðingu.