Greinar

Á döfinni

01/14/20

Skerðing, fötlun og réttlæti

Hugleiðingar fyrir Heyrnarhjálp nóvember 2019 Skerðing og fötlun Í bók sem ber titilinn Inequality reexamined segir indverski hagfræðingurinn og heimspekingurinn Amartya Sen að áhugi okkar á jöfnuði stafi af því hvað fólk sé í raun ójafnt og ólíkt í stóru og smáu. Þótt hver manneskja sé vissulega lík hverri annarri, raunar svo lík að yfirleitt […]

06/07/17

Nýleg rannsókn um leiðnitap heyrnar hjá þeim sem eru með liðagigt

Nýleg rannsókn kannaði samhengið á milli heyrnartaps og liðagigtar. Niðurstöður benda til þess að fólki með liðagigt sé hættara við heyrnartapi vegna sjúkdóms síns en heilbrigðum einstaklingum. Leiðnitap heyrnar var algengt meðal liðagigtarsjúklinga eða milli 25-72% algengi. Heyrnarmælingar (pure-tone) á liðagigtarsjúklingum leiddi í ljós verulegt heyrnartap á öllum tíðnisviðum. Hvað er liðagigt (Rheumatoid Arthritis)? Liðagigt […]

Textun

05/04/17

Textun er mál okkar allra – Áskorun til alþingismanna

Á þessum tímum upplýsinga og tækniframfara er framboð af sjónvarpsefni enn takmarkað fyrir einstaka hópa. Enn er mikill misbrestur á því að íslenskt sjónvarpsefni sé textað. Allt að 16% þjóðarinnar er heyrnarskert að einhverju leyti, sem þýðir að um 54.000 manns getur illa notið þeirra mannréttinda að fylgjast með útsendu efni. Það hefur áhrif á […]

07/12/15

Kosningaréttur heyrnarskertra

Ef þú fengir keppnisrétt í boðhlaupi á ólympíuleikum þá væri það ekki aðeins rétturinn til að mæta til leiks. Að mæta til leiks og komast í mark væri endapunkturinn á löngu ferli þar sem þú hefðir meðal annars verið í aðstöðu til að þjálfa hlaup um langan tíma, afla þér upplýsinga og taka þátt í […]

Helstu

02/03/15

Helstu kostir heyrnartækja

Grein eftir Ellisif Katrínu Björnsdóttur: “Rannsóknir hafa leitt það í ljós að eldra fólki með heyrnarskerðingu er hættara við að fá elliglöp” Undanfarið hefur verið fjallað um heyrnartæki í fjölmiðlum. Aðallega hefur verið rætt um kostnaðinn við þau en gleymst hefur að fjalla um hvaða ávinning einstaklingar hafa af því að nota heyrnartæki. Nútíma heyrnartæki […]

01/27/15

Bætt þjónusta við hinar dreifðu byggðir landsins

Í október s.l. auglýsti Velferðarráðuneytið eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna á sviði heilbrigðismála. Heyrnar-og talmeinastöð Íslands sendi inn umsókn um verkefni sem lýtur að fjarþjónustu talmeinasviðs við notendur og umönnunaraðila á landsbyggðinni. Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur nú tilkynnt um þau verkefni sem hlutu náð fyrir augum dómnefndar og njóta styrkveitingar Gæðastyrkja velferðarráðuneytis 2014. […]

12/15/14

Hræðsla við heyrnartæki

  Ellisif Katrín Björnsdóttir Það er algegnt vandamál að heyrnin versnar með árunum, en samt er talið að það líði um 7 ár frá því að fólk verður vart við heyrnarskerðingu, þar til það leitar sér aðstoðar. Þetta segir Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrnarfræðingur hjá Heyrn í Kópavogi. Líklega er það vegna þess misskilnings að eðlilegt […]

10/01/14

AÐGENGI HEYRNARSKERTRA AÐ ÍSLENSKUM FJÖLMIÐLUM

Aðgengi heyrnarskertra að íslensku sjónvarpi er alls ekki nógu gott og langt frá því sem það gæti verið en talið er að um 15 – 16% þjóðarinnar sé á hverjum tíma heyrnarskertur. Við heyrnarskertir höfum barist fyrir því að fá rittúlkun og textun viðurkennda sem eina af aðgengisleiðum okkar. Stjórnvöld hafa því miður ekki verið […]

05/21/14

Könnun um þörf á rittúlkun

Ágætu lesendur heimasíðu, Okkur þætti mjög vænt um ef þið gætuð svarað þessarri örstuttu könnun, það skiptir okkur afar miklu máli. Linkurinn á könnunina er hér:   https://www.surveymonkey.com/s/heyrnarhjalp

Tinnitushittingur

11/07/13

Tinnitushittingur á Akureyri

Akureyrarhópurinn ætlar að  hittast mánudaginn 11.nóv kl: 20:00 á Kaffi Ilmi. Þessi hópur hefur verið duglegur að hittast og ræða málin. Á oktoberfundi hópsins  fræddi Annetta Maria fólk um tvö hjálpartæki, vekjaraklukkur með náttúruhljóðum og suðara fyrir fólk með eyrnasuð. Annetta hefur notað svokallaðan „suðara“, þ.e. tæki sem drekkir (maskar) eyrnasuðinu í stöðugum nið. „Suðararnir“ hafa […]

11/06/13

Amma, þú heyrðir í mér!

Við sex ára aldur lenti ég í slysi sem orsakaði það að heyrninni hrakaði mjög hratt. Um tíu ára aldur var ég svo til heyrnarlaus.  Ég var hins vegar svo heppin að ég lærði mjög ung að lesa og hef ætíð viljað halda íslenskunni við. Þær litu heyrnaleyfar sem ég hafði ásamt því að vera […]

10/16/13

Fjölmiðlalög – fyrir hverja? Aðgengi að prent- og ljósvakamiðlum. Hvað þýðir það? Það þýðir að allir hafi sama rétt til að njóta þess sem þar birtist. Flestum borgurum eru tryggð þessi réttindi, öðru máli gegnir um heyrnarskerta, heyrnarlausa og sjónskerta. Þeir hafa ekki sama aðgengi að fjölmiðlum og aðrir. Í þessari grein er einkum litið […]

10/14/13

Verða fyrir aðkasti vegna heyrnartækja

Hingað kemur oft ungt fólk sem hefur orðið fyrir aðkasti og einelti vegna þess að það notar heyrnartæki,“ segir Ellisif Katrín Björnsdóttir, heyrnarfræðingur og framkvæmdastjóri Heyrnar ehf. Hún segir allt of marga bíða með að leita sér aðstoðar þegar heyrnin er farin að minnka og tækni og hönnun tækjanna fleygi fram. Fólk verður félagslega einangrað […]

10/02/13

Rittúlkun fyrir háskólanemendur

Grein eftir Klöru Matthíasdóttur frá 2012 Tilefni þessara skrifa er að í nóvember næstkomandi verður Heyrnarhjálp 75 ára en félagið er félag þeirra sem eru heyrnaskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, eða þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum sem snúa að heyrninni (heyrnarhjalp.is). Margir félagsmenn eru aðstandendur heyrnarskertra eða hafa áhuga á réttindamálum […]

Ha,

08/30/13

Ha, hvað sagðirðu?

Það er komið kvöld. Fjölskyldan er sest niður í kjölfar þess að hafa borðað saman og ætlar að horfa á sjónvarpið. Það er komið kvöld. Fjölskyldan er sest niður í kjölfar þess að hafa borðað saman og ætlar að horfa á sjónvarpið. Pabbinn er með fjarstýringuna og hann hækkar í tækinu þar til allir ætla […]

Heiðursfélagi

07/01/13

Heiðursfélagi kvaddur-

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar og góður liðsmaður til margra ára Hallgrímur Sæmundsson er látinn. Eftirlifandi kona hans er Lovísa Óskarsdóttir. Þau hjón hafa skrifað sig inn í sögu Heyrnarhjálpar og markað hana til margra ára. Þau  báru hitann og þungann af ferðum um landið á árunum 1968-1978 til að uppfræða fólk um félagið Heyrnarhjálp, heyrnar- og hjálapartæki og […]

06/10/13

Ráðstefna 24. ágúst 2012

Á afmælisári stóð Heyrnarhjálp fyrir samnorrænni ráðstefnu sem haldin var á Grand Hóteli við Sigtún, föstudaginn 24. ágúst 2012. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Texti sem aðgengisleið“ og var fjallað um textun í víðum skilningi og sýnt fram á hvernig textunin getur opnað leiðir og stuðlað að jöfnuði fyrir fólk með heyrnarfötlun. Heyrnarhjálp lagði mikla áherslu á […]