Heimsókn í Fjallabyggð 17.10. 2017 kl 14:00


Heyrnarhjálp verður með kynningu á sögu, starfsemi og bráttumálum sínum i Fjallabyggð næstkomandi þriðjudag.

Fundurinn verður haldinn í Sal Skálarhlíðar á Siglufirði.

Allir eru velkonmir sem áhuga hafa á málefnum heyrnarskertra og bættum hag þeirra sem búa nú þegar við skerta heyrn.

Hlakka til að sjá sem flesta.

Ath. Skrifstofan að Langholtsvegi 111 verður lokuð mánudag og þriðjudaag vegna þessa.

Besta kveðja

Kolbrún
Sími -8666444

 

Fyrsta málstofa SHH á haustönn

Fyrsta málstofa á haustönninni verður haldin þann 26. október kl. 14:00-15:00.
Gestafyrirlesarinn heitir Helen Koulidobrova.
Hún er dósent  í málvísindum og forstöðukona rannsóknarstofu í tvítyngi og máltileinkun í ensku við Central Connecticut State University, Bandaríkin.
Hún hefur einnig tekið þátt í að rannsaka ASL.
Umræðuefnið verður tvítyngi.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Túlkað verður á ÍTM.

Hjálpartæki daglegs lífs -Málþing

Dagsetning: 27. september kl. 16:00-19:00
Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. 

Skráning: http://www.obi.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-malthingid-hjalpartaeki-daglegs-lifs

Fólk notar hjálpartæki til að auðvelda daglegt líf.
Fyrir marga eru þau nauðsynleg og sumum jafnvel lífsnauðsynleg.
Hjálpartæki eru notendum þeirra kostnaðarsöm og því eru veittir opinberir styrkir til niðurgreiðslu, en þó aðeins að uppfylltum þröngum skilyrðum.
Oft er ekki nóg að hafa hjálpartækið því ef það bilar getur verið erfitt að fá gert við það.
Þá er notandi oft bundinn heima við eða í versta falli rúmi eða stól á meðan viðgerð stendur.

Á málþinginu verður fjallað um framboð, úrval og þjónustu vegna hjálpartækja á Ísland og notendur segja sína reynslu. Íslensk löggjöf verður skoðuð með tilliti til alþjóðlegra samninga og kallað eftir opinberri stefnumótun í málaflokknum.

Vinsamlegast takið fram við skráningu ef óskað er eftir rit- eða táknmálstúlkun eða sjónlýsingu.

Dagskrá málþingsins:

16:00   Málþingið sett. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands

16:10   Ávarp. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra.

16:20   Nauðsyn eða hvað? Emil Thóroddsen, formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál

16:40   Lagareglur um hjálpartæki í íslenskri löggjöf með hliðsjón af Samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks Daníel Ísebarn Ágústsson hrl., lögmaður

17:00   Margþættur vandi heyrnarskerts fólks Hjörtur Heiðar Jónsson formaður Heyrnarhjálpar

17:20   Kaffihlé

17:40   Staða og stefna í hjálpartækjamálum hjá Sjúkratryggingum Íslands Björk Pálsdóttir, sviðstjóri á Sjúkratryggingum Íslands

18:00   Aðstöðumunur eftir búsetu og sjúkdómum Guðrún Sonja Kristinsdóttir, iðjuþjálfi

18:20   Tæki til hjálpar – upplifun á þjónustu varðandi hjálpartæki fyrir ungan mann á Íslandi og Danmörku
Elfa Dögg S. Leifsdóttir, móðir

18:40   Samantekt. Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis.

19:00   Málþingi slitið.

lokun skrifstofu


Vegna sumarleyfis starfsmanns verður skrifstofa Heyrnarhjálpar lokuð  frá 18.september til og með 30. september.
Opnað að nýju mánudaginn 2. okt kl. 9:00
Bestu kveðjur
Kolbrún.

 

Að loknum aðalfundi NHS

 

Nú er lokið árlegum aðalfundi NHS (Nordiska Hörselskadades Samarbetskommitté) sem haldinn 27. ágúst 2017 í Asker í Noregi.

Samtökin NHS eru heildarsamtök fyrir félög heyrnarskertra á Norðurlöndunum.
Þau samanstanda af 6 löndum en 8 félögum og í þeim eru nú 115.000 félagsmenn.
Formaður samtakanna er Morten Buan en aðstoðarmaður hans er Roar Råken og starfsmaður NHS er Viena Rainio.
Það er mikilvægt að efla tengsl við nágrannaþjóðirnar og deila fróleik og þekkingu á milli landa.
Samtökin eru umboðsaðilar fyrir flest félög í Evrópusamtökum heyrnarskertra EFHOH og alþjóðasamtökum heyrnarskertra IFHOF
Ákveðið var að á næsta ári yrði aðalfundur og þemadagur á Íslandi.
Í sambandi við aðalfundi samtakanna hefur verið venja að hafa þemadag þar sem við fáum til okkar faglært fólk ásamt fólki sem hefur mikla þekkingu og reynslu af málefnum tengdum því þema sem lagt er upp með hverju sinni.
Í ár var þemað ” að eldast með heyrnarskerðingu” á Norðurlöndunum.
Það voru flutt erindi og farið yfir rannsóknir á því hvaða þjónusta er í boði fyrir fólk á öldrunarheimilim í Oslo.
Ekki var það allt gott er óhætt að segja.
Það væri fróðlegt að vita hvernig þessum málum er háttað hjá okkur hér á Íslandi.
Eru þau í góðu lagi.
Er fólkið vanrægt eða vel sinnt ?

 

Ætlar þú að hlaupa …

 

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem verður 19. ágúst 2017

Heyrnarhjálp er eitt 157 góðgerðafélaga sem hægt er að styrkja með áheitum á hlauparana.

Nú heitum við á hlaupara sem ætla sér að hlaupa og ekki eru búnir að skrá sig að gera það og gefa kost á sér fyrir Heyrnarhjálp.

Endilega kynnið ykkur baráttumál félagsins.

 

 

 

 

 

Áskorun til íslenskra stjórnvalda.

ÖBI- loga
Viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

 Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi svohljóðandi þingsályktun:

 Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.

 Í greinargerð með þingsályktuninni segir um fullgildingu viðaukans:

Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefnd­ina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkom­andi aðildarríkis.

 Íslensk stjórnvöld und­ir­rit­uðu val­frjálsa viðaukann við samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks um leið og þau und­ir­rit­uðu samn­ing­inn sjálfan árið 2007. Val­frjálsa bók­unin mælir fyrir um kæru­leið fyrir ein­stak­linga og hópa sem telja að íslensk stjórn­völd hafi ekki veitt þeim þann rétt sem þeim ber sam­kvæmt samn­ingnum og hafa árang­urs­laust nýtt þau úrræði sem þeir hafa sam­kvæmt íslenskum lögum og stjórn­kerfi til að ná því fram sem þeir telja sig eiga rétt á sam­kvæmt samn­ingn­um. Eft­ir­lit­nefndin getur óskað upp­lýs­inga frá ríkjum og beint til­mælum til þeirra. Með því að full­gilda val­frjálsu bók­un­ina verður virkara aðhald með ríkjum um að fram­fylgja samn­ingn­um, réttar­ör­yggi fatl­aðs fólks meira og mann­rétt­indi þess betur var­in. Þess má geta að yfir 90 ríki hafa nú þegar fullgilt viðaukann.

Nú er árið 2017 rúmlega hálfnað. Við viljum því minna Alþingi, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra og ríkisstjórnina alla á þessa ályktun sem Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum. Við skorum janframt hér með á þessi stjórnvöld að gera það tímanlega sem gera þarf til að staðið verði við ályktunina og mannréttindi fatlaðs fólks fái þar með þá vernd sem viðaukinn veitir.

Virðingarfyllst,

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands

Rannveig Traustadóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs í fötlunarfræði

Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands

Lokun skrifstofu

GKG

Skrifstofa Heyrnarhjálpar verður lokið 3. og 4. júlí vegna sumarleyfis starfsmanns.

Ef erindi er brýnt er velkomið að hringja í síma 8666444

Bestu kveðjur

Kolbrún Stefánsdóttir

Kynning á ÖBI

ÖBI- loga

Hér má sjá þátt sem sýndur var á Hringbraut 17.05.2017 þar sem tekin eru viðtöl við framkæmdastjóra og formann ÖBI auk forsvarsmanna þeirra 5 málefnahópa sem starfa með stjórninni að baráttumálunum.
Þátturinn er textaður og gaman að sjá að það er hugað að þeim mikilvæga þætti.

Endilega klikkið á linkinn hér fyrir neðan og þá sjáið þið þáttinn.

http://www.hringbraut.is/sjonvarp/thaettir/atvinnulifid/kynning-oryrkjabandalag-islands-fyrri-hluti-1605-2017/

Lokun skrifstofu

Broadstairs_Viking_Bay

Vegna sumarleyfis starfsmanns verður skrifstofa Heyrnarhjálpar lokuð frá og með 12. júni til og með 24. júní.
Opnað aftur mánudaginn 26. júní kl 9,00.

Megi lífið og ljúft veður leika við ykkur á meðan.

Besta kveðja

Kolbrún

s-8666444