Ályktanir Aðalfundar

Á aðalfundi Heyrnarhjálpar, félags heyrnarskertra á Íslandi, sem haldinn var 21.5.2013 voru samþykktar eftirfarandi áskoranir.

Fundurinn skorar á þá sem annast þáttagerð í ljósvakamiðlum að stilla í hóf tónlist og öðrum bakgrunnshljóðum meðan dreift er töluðu máli.
Jafnframt skorar fundurinn á þá fulltrúa þjóðarinnar sem nú setjast á Alþingi Íslendinga, að afloknum kosningum 2013, að beita sér fyrir því að sett verði í lög, ákvæði þess efnis að allt útsent efni ljósvakamiðla verði texta.

75 ára afmæli Heyrnarhjálpar

Guðmundur Magnússon formaður ÖBI

Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands áværpaði gesti á afmælisfagnaði Heyrnarhjálpar en félagið varð  75 ára 14.nóvember 2012. Hann gat þess í ræðu sinni að félagið væri næst elsta félag innan vébanda ÖBI.  Hann færði félaginu 75 þúsund krónur að gjöf og árnaði því heilla.