Framkvæmdastjóraskipti

Nú um áramótin lét Málfríður D. Gunnarsdóttir af störfum að eigin ósk sem framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar eftir 14 ára starf.

Við starfi hennar tók Kolbrún Stefánsdóttir.

Kolbrún er með viðskiptamenntun og mannauðsstjórnun frá EHÍ og hefur langa reynslu af starfi framkvæmdastjóra.

Kolbrún starfaði sem útibússtjóri Landsbanka Íslands á landsbyggðinni og í Reykjavík um langt skeið og auk þess framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra í nokkur ár og forstöðumaður hjá Starfsafli-starfmenntasjóði SA og Flóabandalagsins um fræðslumál fyrr ófaglært verkafólk.

Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri Þakplans ehf. og SH-hönnunar ehf.