Frestun aðalfundar


Á fundi sínum 12. maí s.l. ákvað stjórn Heyrnarhjálpar að fresta aðalfundi fram á haustið.
Aðalfund skal halda fyrir lok mars samkvæmt lögum félagsins en þá ríkti hér samkomubann og margir í sótttkví vegna kórónaveirunnar Covid -19.
Það var því ákveðið í ljósi þessa og ýmissa annara ástæðna að fresta fundi til haustsins.
Sá aðalfundur verður auglýstum með lögboðnum hætti og vonum við að sem flestir mæti sem hafa áhuga á okkar málefnum.
Við vonum að sem flestir séu sáttir við þessa niðurstöðu.

Sjáumst að liðnu sumri
Ef einhverjar spurningar vakna þá er alltaf hægt að ná í mig í síma 8666444 

Kolbrún Stefánsdóttir
framkvæmdastjóri.