Fundargerð 1-2018

Fyrsti stjórnarfundur Heyrnarhjálpar- félags heyrnarskertra á Íslandi árið 2018 nr. 1-2018 var haldinn þann 9. Janúar að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir; Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ)  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS) Ingólfur Már Magnússon (IMM)  Atli Ágústsson (AÁ) og Sigrún Magnúsdóttir (SM) Forföll boðuðu; Margrét Friðþjófsdóttir (MF) Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB)

Dagskrá :

1.Formaður setur fundinn á táknmáli ( Til hamingju með afmælið )

  1. Fundargerðir nr. 4-2017 og 5-2017 samþykktar og undirritaðar.
  2. KS lagði fram yfirlit yfir fjárhagsstöðuna og þar kom fram að við eigum níu milljónir á bankareikningum. Formaður(HJ) reifaði umsókn okkar til ráðuneytis velferðarmála og staðan er sú að svar er ekki komið en við vonumst eftir samningi til tveggja ára og helst eins og við sóttum um 11,5 en annars óbreyttum frá því fyrir 2. árum.
    Ráðuneytið stefnir á að klára umsóknir fyrir 21 feb.
  3. KS lagði fram uppgjör fyrir útgáfu Fréttablaðsins. Tap var á útgáfunni . Almenn ánægja var með blaðið og kom fram að þegar hefur verið rætt við Helga Hólm að ritstýra næsta blaði.
  4. Greint var frá að næsti formannafundur NHS verði í Kaupmannahöfn 13.3.2018.
    Gert er ráð fyrir að þar komi fram ákveðin tillaga um þema og tilhögun ráðstefnu og aðalfundar sem haldinn verður hér á landi 31 ágúst og 1. sept. 2018.
  5. Rætt var um dagsetningu fyrir aðalfund Heyrnarhjálpar og varð 21. mars kl 20,00 valinn. Þá var ákveðið að halda fund 28. febrúar til að undirrita reikninga en þá verður búið að senda þá út til skoðunar á tölvupósti. Þá var ákveðið að stefna á 15. mars fyrir stjórnarfund.

Kolbrún verður í fríi 15-17 janúar / 6-21 apríl og tekur eina viku í febrúar í frí.

Önnur mál

Rætt um stefnumótunarfund en ákveðið að leggja það fyrir nýja stjórn að loknum aðalfundi.
Einnig var ákveðið að gera c.a. 400 plaköt í A3 og A4 með hávaðastikunni og dreifa í alla skóla og hjá söluaðilum heyrnartækja og víðar.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 18,30
Fundargerð: Sigrún Magnúsdóttir /Kolbrún Stefánsdóttir

 

Athugasemd frá IMM :
Samþykkt var að framkvæmdastjóri pantaði viðtal við nýjan ráðherra velferðarmála Ásmund Daða og helst líka heilbrigðisráðherra Svandísi Svavars.