Fundargerð 2-2017

Stjórnarfundur nr. 2-2017 hjá Heyrnarhjálp-félags heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 15. 5. 2017 að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir: Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ),  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS), Ingólfur Már Magnússon (IMM), Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB), Margrét Friðþjófsdóttir  (MF) og Sigrún Magnúsdóttir (SM)

Forföll: Atli Ágústsson (AÁ)

Dagskrá :

 1. Formaður setur fundinn á Táknmáli og sýndi hvernig tölur eru táknaðar á táknmáli.
 2. Fundargerð síðasta fundar nr. 41 haldinn þann 25.1.2017 samþykkt og undirrituð.
  Í framhaldinu var samþykkt að breyta númerum funda og miða við fundi á ári og er fundargerð nr. 41 þá jafnframt númer 1-2017 en þessi fundur 2-2017.
  3. Ný stjórn skiptir með sér verkum.
  Ingólfur Már var endurkjörinn sem varaformaður, Margrét kjörin sem gjaldkeri og Sigrún sem ritari.
  Þá var farið yfir fundargerð aðalfundarins sem haldinn var 12. apríl 2017 í Safnaðarheimili Langholtskirkju, hún samþykkt og er tilbúin til birtingar á netinu.
 3. Kolbrún kom með tillögu um nýjan kynningarbækling fyrir þá sem vilja ganga til liðs við félagið og sýndi bækling frá HRF í Svíþjóð. Málið rætt og stjórnarmenn á því að endurgera heldur bækling sem notaður hefur verið síðan 2012 en uppfæra hann eins og þurfa þykir. Sá bæklingur er í sama formi og aðrir upplýsingabæklingar frá sama tíma um Svimasjúkdóminn, Tinnitus, Heyrnarskerðingu og Heyrnarhjálp. Kolbrúnu falið að kanna með endurprentun og leita tilboða. Jafnframt að kanna með kostnað á að gera plastað auglýsingarplakat með skaðaskalanum í desibelum sem við höfum notað í Fréttablöðin okkar.
 4. Starfsemin framundan rædd og einkum þemadagar sem haldnir verða hér í lok ágúst á næsta ári. It-ferðir hafa boðið fram þjónustu sína til að sjá um bókanir á hótel, ferðalög og annað sem felst í að taka á móti hópi fólks. Fyrirtækið nýtur góðra afslátta á hótelum og meðal rútufyrirtækja sem við myndum líklega ekki fá en á móti kemur að þeir taka sína „kommisjón“ sem líklega jafnar þennan kostnað. Rétt er að minna á að ferðakostnaðurinn er greiddur af NHS samtökunum.

  Rætt var um fræðslufundi sem þarf að klára bæði í Vestmannaeyjum og á Höfn nú í vor eða í haust.
  Formaður óskaði eftir lista yfir staði sem búið er að heimsækja á undanförnum árum.

  Kolbrún spurði hvort eitthvað ætti að gera í sambandi við 80 ára afmæli félagsins sem er 14. nóv. t.d. hvort halda ætti málþing eða eitthvert kynningarátak með skírskotun í afmælið.
  Ákveðið að fólk sendi á milli sín tillögur og hugmyndir á facebókinni og taka svo ákvörðun á næsta fundi.

IMM spurðist fyrir um Tónmöskvabókina sem komin er á heimasíðuna og óskaði eftir að hún yrði send á ákveðinn aðila í ferlinefnd Reykjavíkurborgar.
Hann mun senda netfang á Kolbrúnu sem mun senda hana áfram.
Þá voru ýmsar tillögur um hvert skuli senda Tónmöskvabókina en hún hefur nú þegar verið send Samtökum Sveitarfélaga og óskað eftir að þeir birti hana eða sendi á sveitarfélögin.

Kolbrún greindi frá fjárhagsstöðunni en 15.5.2017 voru samtals kr. 7.880.641 á bankareikningum,- en ógreiddir reikningar ca. 140.000,-. Staða fasteignaláns um áramót var 295.717,-. Það kom fram að rétt væri að greiða það upp.  Félagið fær mánaðarlegar greiðslur úr Ríkissjóði kr. 708.300,- út þetta ár samkv. samningi. Í lok árs þarf að fara að huga að öðrum 2ja ára samningi við ríkið.
Þá er búið að ganga frá árlegri umsókn til ÖBI og öll gögn komin til þeirra.

 1. Undir liðnum önnur mál var rætt um kvörtun vegna HTI sem hefur lagt af það sem kallast „ opinn tími“ . Ákveðið að hafa samband við HTI og óska eftir skýringum og hvort við gætum komið eitthvað að málinu t.d. með því að þrýsta á ríkið um aukið fjármagn. Kolbrúnu falið að setja sig í samband við Kristján og heyra hans hlið á málinu.
  Þá var rætt um reikning að fjárhæð kr.52.500,-sem borist hafði vegna rittúlkunar á ráðstefnu um algilda hönnun sem haldin var í Norræna húsinu af Mottumarsverkefninu með þátttöku málefnahóps ÖBI um aðgengismál og fl. aðila. Stjórn samþykkti að greiða þennan reikning þar sem okkar fulltrúi hafði fallist á það á fundi í málefnanefnd enda hafði hann sjálfur séð um að afla tekna á móti.
  Þetta er óvenjulegt ferli en samþykkt með þeim fyrirvara að vera lærdómur fyrir stjórn sem mun í framtíðinni bæta verklag sitt við ákvarðanatöku um styrkveitingar. Mikilvægt er að okkar fötlun njóti jafnréttis gagnvart öðrum hópum fatlaðs fólks.
  Sigrún kom með fyrirspurn hvort ekki mættu liggja frammi upplýsingar um félagið á stöðum sem selja rafhlöður í heyrnartæki sem eru aðallega Apótekin. Samþykkt að reyna það þegar nýr bæklingur lítur dagsins ljós.
  Einnig gat Sigrún um að sennilega væri boð á leiðinni til okkar vegna lokafundar í verkefninu „SkiHi“ sem er um snemmtæka íhlutun vegna heyrnarskertra ungbarna.
  IMM vildi ræða um ársreikningana þar sem ekki náðist að ræða þá í stjórn fyrir aðalfundinn en þar sem komið var fram yfir boðaðan fundartíma var ákveðið að taka ársreikningana fyrir á næsta fundi þar sem hægt væri að ræða þá lið fyrir lið. Það var samþykkt.

  Næsti fundur áætlaður 7. Júní kl 17,15-18,30

Fundi slitið kl 19.05