Fundargerð 2-2018

Stjórnarfundur Heyrnarhjálpar- félags heyrnarskertra á Íslandi árið 2018 nr. 2-2018 var haldinn þann 28. febrúar að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir; Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ)  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB)

Dagskrá :

Formaður setur fundinn á táknmáli

 1. Fundargerðir nr. 1-2018 samþykkt en fer síðar fyrir aðra nefndarmenn til undirritunar.
 2. Ársreikningar 2018 KS fór yfir reikningana og farið var ofan í þær færslur sem voru eitthvað hærri en venjulega og gefnar skýringar á þeim.
  Þar sem minnihluti stjórnar var mættur – tveir af fimm – þá teljast reikningarnir ekki samþykktir af stjórn. Það var samþykkt að ef aðrir stjórnarmenn ( sem hafa ekki gert athugasemdir fram til þessa ) gætu komið við á skrifstofu félagsins og áritað drög þá myndi það teljast sem löglegt samþykki.
  Þá fyrst væri hægt að fara með reikninga í prentun og síðan þyrftu aðilar að skrifa á reikninga sem þarf að láta frá sér. Skoðunarmenn reikninga, Sigurjón og Tómas, hafa báðir samþykkt ársreikningana.
 3. Mál vegna aðalfundar. Tillaga að hafa félagsgjaldið óbreytt. Rætt um framboð ofl.
 4. Formaður greindi frá afhendingu styrks sem Velferðarráðuneytið veitt okkur nú nýverið en hann er níu milljónir króna.5. Samþykkt að umsókn Birtu Landsamtaka um styrk verði synjað eins og öðrum beiðnum sem ekki tengjast Heyrnarhjálp með beinum hætti.6. KS greindi frá tilboði frá fyrirtækinu Filmis um uppfærslu á heimasíðu en ákveðið var að hafna því.

  7. Önnur mál.
  Rætt um Stefnumótunarfund ÖBI og fulltrúa okkar á honum.
  Kolbrún kvaðst ætla að taka samfellt frí í júnímánuði og tvær vikur í apríl. (samþ. af formanni )
  Rætt var um undirbúning haustþings NHS en það verður hjá okkur og haldið á Selfossi 30/ 8 -1/9 nk.
  Spurning hvort einhver er tilbúinn að gefa kost á sér í undirbúningsnefnd með framkvæmdastjóra.

  Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 18:30

Fundargerð ritar KS í fjarveru ritara.