Fundargerð 3-2017

Stjórnarfundur nr. 3-2017 hjá Heyrnarhjálp – félagi heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 8.6. 2017 að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir: Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ),  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS), Ingólfur Már Magnússon (IMM), Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) Margrét Friðþjófsdóttir  (MF) og Sigrún Magnúsdóttir (SM)

Forföll: Atli Ágústsson (AÁ) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB)

Dagskrá :

 1. Formaður setur fundinn á táknmáli.
 2. Fundargerð síðasta fundar nr. 2- 2017 haldinn þann 15.06. 2017 samþykkt og undirrituð.
 3. Farið var yfir ársreikning fyrir árið 2016 lið fyrir lið og velt við öllum steinum.
  Ársreikningur borinn undir fundinn og samþykktur einróma.
 4. HTÍ. Hjörtur formaður skýrði frá framvindu mála í sambandi við samþykkt síðasta fundar um að hafa samband við HTÍ út af breytingu á þjónustu hjá þeim við heyrnarskert fólk, þ.e. breytingu á svokölluðum opnum tímum. Svar barst frá Kristjáni Sverrissyni forstjóra HTI og í kjölfarið var fundað með honum og Ingibjörgu Hinriksdóttur yfirlækni hjá HTI um stöðu mála hjá Heyrnar-og talmeinastöð. Við vorum upplýst um framtíðarsýn þeirra og hvar við gætum hugsanlega beitt okkur til stuðnings við þeirra starf.
  Samþykkt að þeir sem sátu fundinn , Hjörtur, Kolbrún og Ingólfur myndu senda fyrirspurn á Landlæknisembættið um reglugerðir og starfsleyfi sem og gæðaeftirlit með fyrirtækjum sem þjónusta heyrnarskert fólk. Nokkur umræða var um hvaða áhrif þetta gæti haft á markaðinn og töldu sumir að þessi mál væru í erfiðri stöðu, þar sem skortur er á fagmenntuðu fólki, en að vissulega verði gæði þjónustunnar að vera í lagi.
 5. ÖBI. Aðalfundur ÖBI verður haldinn 20. og 21 okt. n.k.
  Tilnefna þarf fulltrúa og varafulltrúa og var niðurstaða fundarins þessi:
  Hjörtur Jónsson / Margrét Friðþjófsdóttir til vara
  Kolbrún Stefánsdóttir / Þráinn Sigurbjörnsson til vara
  Ingólfur Már Magnússon / Sigrún Magnúsdóttir til vara.
 6. Fræðslufundir. Kolbrún lagði fram upplýsingar um fræðslufundi sem haldnir hefðu verið til kynningar á starfsemi félagsins síðan 2013. Þessir fundir eru haldnir bæði nær og fjær höfuðborgarsvæðinu og var ákveðið að reyna að fara á staði, sem ekki hafa verið heimsóttir nýlega.
  Kannað verður með með aðstöðu til funda á þessum stöðum og lögð fyrir stjórn áætlun um heimsóknir.
  Þá var ákveðið að kanna hvort halda mætti upp á afmæli félagsins með heyrnarmælingum á fjölförnum stað í bænum og auglýsa fría mælingu ef hægt væri að semja við HTI um afnot af bílnum sem þeir nota á ferðum um landið.
 7. Önnur mál.
  Formaður sýndi tvö myndbönd sem ÖBI hefur látið gera og gefur aðildarfélögum til að nota við kynningar á viðkomandi félagi. Ákveðið að reyna að koma þessum myndböndum á heimasíðuna.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið  18:30