Fundargerð 3. 2018

Stjórnarfundur Heyrnarhjálpar- félags heyrnarskertra á Íslandi nr. 3-2018 var haldinn þann 23. apríl að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir; Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ)  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri (KS) Kristín M. Bjarnadóttir (KMB) Ingólfur Már Magnússon(IMM ) Sigrún Magnúsdóttir (SM) Margrét Friðþjófsdóttir (MF) Stefán Benediktsson (SB) og Sturla Þengilsson (SÞ)

Dagskrá:

Formaður setur fundinn á táknmáli og bauð nýja stjórnarmenn velkomna.,

 1. Fundargerðir nr. 1-2018 og 2-2018 undirritaðar.
 2. Stjórnarmenn kynntu sig og síðar var kosið í embætti. Ingólfur Már var tilnefndur í varaformannsembættið og Sturla Þengilsson í ritarann. Margrét verður áfram gjaldkeri.
 3. Formaður kynnti félagið bæði sögu þess og stofnun ásamt málefnum sem unnið hefur verið í og fyrir gegnum tíðina til dagsins í dag, bæði innanlands sem utan.
 4. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu reikninga en ársreikningar voru lagðir fram og yfirfarnir á aðalfundi félagsins 21. mars sl. Í sjóði er nú 9 milljónir og von á 2.8 milljónum í styrk frá ÖBI
 5. Önnur mál.
  Rætt var um ársfund og þemadaga NHS sem haldnir verða hér á landi 31/8 og 1/9 á Hótel Selfossi.
  Stofnuð var sérstök nefnd til að vinna að framkvæmd fundarins og voru eftirtaldir kjörnir í hana.
  Hjörtur formaður, Kolbrún framkvæmdastjóri, Sigrún Magnúsdóttir og Stefán Benediktsson.
  Nefndin mun stefna á að funda í næstu viku.
  Næsti fundur er áætlaður mánudaginn 28/5 á okkar hefðbundna tíma 17,15

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 18,45
Fundargerð ritar Kolbrún Stefánsdóttir