Fundargerð 4-2018

Fundargerð stjórnar Heyrnarhjálpar 28. maí 2018

Á fundinum voru: Hjörtur, Ingólfur, Kolbrún, Kristín, Sigrún, Stefán og Sturla.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með undirritun.

Nýtt prókúruumboð undirritað af stjórnarmönnum.

Þetta helst um ráðstefnuna um mánaðarmótin ágúst-september

 • Stefán lagði fram tillögu að skemmti- og fræðsluferð og samþykkt að hann vinni áfram með það og leiti eftir samstarfsaðilum vegna fararstjórnar og fólksflutninga.
 • Stefnt er að því að fá ráðherra heilbrigðismála til að ávarpa ráðstefnuna.
 • Guðjón Brjánsson verður með erindi um aðstæður á Íslandi í dag og í sögulegu samhengi.
 • Þemadagur verður á föstudeginum.
 • Aðalfundur verður á laugardeginum.
 • Dagskrá fyrir maka verður skipulögð á laugardeginum.
 • Félagið greiðir fyrir hótelherbergi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra í 3 nætur og eru herbergin 2ja manna. Þegar nær dregur þá skýrist með fjölda þ.e. hverjir verða með maka.
 • Dagskrá ráðstefnunnar verður send um leið og hún liggur fyrir í endanlegu formi.

Útgáfa blaðsins er fyrirhuguð og ritstjóri verður Helgi Hólm og hefur hann nú þegar lagt fram nokkuð margar tillögur um innihald og efnistök.  Á fundinum kom fram að sérstök áherslu skuli leggja á viðtöl við skjólstæðinga og einnig greinaskrif sérfræðinga t.d. lækna auk annars efnis.

Undir liðnum önnur mál – þetta helst:

 • Bókaður er tími hjá heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur þann 13. Júní til að ræða baráttumál félagsins og hennar aðkomu að ráðstefnunni í haust.
 • Kristján Sverrisson hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni bað um þátttöku í könnun sem hann er með og var það erindi afgreitt á jákvæðan hátt.
 • Rætt um hvernig heyrnartæki falla að almennum vátryggingum eins og fjölskyldutryggingum og ákveðið að félagið sendi erindi til tryggingarfélaganna þar sem óskað er eftir skýringum og að skilmálar þeirra kveði sérstaklega á um heyrnartæki eins og gert er um marga aðra hluti svo sem myndavélar og þess háttar græjur.

Fundi slitið með töku myndar af stjórn fyrir heimasíðuna.

Reykjavík 29. maí 2018 – Sturla Þengilsson