Fundargerð 1-2019

Fundargerð stjórnar Heyrnarhjálpar 26. mars 2019

Á fundinum voru: Hjörtur,, Kolbrún, Sigrún og Sturla en auk þess kom Margrét við til að árita ársreikninginn.

Formaður setti fundinn en aðalefni fundarins var að fara yfir og árita reikninga ársins 2018 ásamt undirbúningi fyrir aðalfund.

Þessir liðir ræddir skv. dagskrá.

  • Fundargerð síðasta fundar samþykkt með undirritun.
  • Reikningar ársins 2018 tilbúnir og liggur fyrir að kjörinn skoðunarmaður SE gerir athugasemdir við form reikningsins ásamt nokkrum athugasemdum við stafsetningu og á þeim forsendum mun hann ekki árita reikninginn. Annar skoðunarmaður hefur áritað reikninginn.  Þetta var rætt nokkuð en ekki talin ástæða til aðgerða þar sem ekki eru gerðar athugasemdir um niðurstöðu reikningsins.
  • Nokkrir liðir í reikningnum sveiflast aðeins milli ára og er það langmest vegna ársfundar NHS sem haldinn var á Íslandi s.l ár. Kolbrún mun taka saman samtals kostnað vegna ársfundarins og hafa með á aðalfundinn.
  • Samþykkt að leggja til óbreytt árgjald.
  • Fyrir liggur að Margrét gefur ekki kost á sér áfram í stjórn.

Undir liðnum önnur mál – þetta helst:

  • Félagið tók þátt í „Degi heyrnar“ í byrjun mars og vann með Heyrnar- og talmeinastöðinni undir átakinu „Láttu mæla þig.“
  • Kolbrún og Hjörtur fóru til Danmerkur á formannafund NHS og einnig var gagnlegur fundur með fulltrúum Norðurlandaráðs um málefni okkar.
  • Fundað hefur verið með Félagi heyrnarlausra vegna sameiginlegs áhuga á textun efnis ljósvakamiðla.
  • Aðgengishópur ÖÍ er komið í samstarf við MBL um greinaskrif og birt var stór grein eftir Hjört á þeim vettvangi fyrir stuttu.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið.

Reykjavík 27. Mars 2019 – Sturla Þengilsson