Fundargerð 4-2017

Stjórnarfundur nr. 4-2017 hjá Heyrnarhjálp-félags heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 15.8. 2017 að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15
Mættir: Ingólfur Már Magnússon (IMM), Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) Margrét Friðþjófsdóttir (MF) Atli Ágústsson (AÁ) Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB)
Forföll: og Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ), og Sigrún Magnúsdóttir (SM)
Dagskrá :
1. Varaformaður setur fundinn þar sem formaður forfallaðist á síðustu stundu.
2. Fundargerð síðasta fundar nr. 3- 2017 haldinn þann 08.06. 2017 samþykkt og undirrituð.
3. Rætt var um hvort sækja ætti ráðstefnu hjá International Federation of Hard of Hearing sem haldin verður í Berlín í október. Ákveðið að fara ekki núna en áhugi á að huga í framtíðinni að áhugaverðum ráðstefnum til að kynnast nýjum viðhorfum í tækniframförum og baráttumálum okkar.
4. Fréttabréfið. Rætt um mögulegt efni en samþykkt að leita til Ingimars Karls sem sá um blaðið síðast. Einnig samþykkt að gefa Miðlun/ Kaupum til góðs tækifæri þrátt fyrir rýra uppskeru í fyrra. Æskilegt væri ef blaðið væri tilbúið fyrir afmæli félagsins 14.11.
5. KS ræddi um afmælið í nóvember og hvort reyna ætti að halda upp á það með því að fá bílinn hjá HTI og bjóða upp á mælingar við Kringluna/ Smáralind og eins að reyna að kynna rittúlkun innandyra en bíllinn kemst ekki inn í húsið þannig að sennilega væri það þá bara stæði á bílaplani. Samþykkt að kanna möguleika á þessu.
6. Gert var hlé á fundinum og framkvæmdastjóri færði Þráni Sigurbjörnssyni blómvönd og gjöf frá félaginu en hann átti nýlega 70 ára afmæli. Hún þakkaði honum fyrir ómælda aðstoð við félagið fyrr og nú og óskaði honum velfarnaðar. Boðið var upp á afmælistertu og kaffi en síðan haldið áfram með fundinn.
7. Önnur mál. Borist hafði reikningur frá rittúlki sem hafði rittúlkað á ráðstefnu um aðgengismál í Norræna húsinu 24 mars. 2017. Samþykkt að borga þennan reikning þar sem hann tilheyrði sama tilfelli og þegar við greiddum öðrum rittúlki á sömu ráðstefnu enda hafði verið safnað fé fyrir þessu sérstaklega hjá Hagkaupum fyrir þessari rittúlkun.
KS spurðist fyrir hvort stjórn vildi halda sig við fyrri ákvörðun um styrki til annarra góðgerðafélaga og var stjórn á því að viðhalda fyrri ákvörðun um að samþykkja ekki slíkar beiðnir.
Rætt var um plakat fyrir heyrnarskalann og hvar helst væri að leita að frumskjalinu til að hægt sé að gera plakötin. Ákveðið að kanna hjá Logóflex og Ísafoldarprentsmiðju. Rætt var um að nú stæði fyrir dyrum næsti aðalfundur og þemadagur NHS og verður fundurinn í Asker í Noregi og munu Hjörtur formaður og Kolbrún framkvæmdastjóri sækja fundinn.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 18,30
Kolbrún og Margrét rita fundargerð.