Fundargerð 5-2017

Fundargerð     5. Stjórnarfundar   Heyrnarhjálpar- Félags heyrnarskertra á Íslandi haldinn þann 5.9.2017  í húsnæði félagsins að Langholtsvegi 111  Reykjavík

 

Mætt eru:  Hjörtur H.Jónsson, Sigrún Magnúsdóttir, Kristín M.Bjarnadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir framkv.stjóri félagsins.

 

Boðuð forföll:  Atli Ágústsson, Ingólfur Már Magnússon, Margrét V Friðþjófsdóttir og Þráinn Sigurbjörnsson.

 

 

  1. Formaður setti fundinn og hafði orð á að það væri fámennt, en rétt að halda fund þar sem mörg verkefni í vinnslu sem þarf að taka ákvörðun um.

 

  1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt af viðstöddum, verður tekin aftur upp á næsta fundi þar sem 4 stjórnarmenn eru fjarverandi.

 

  1. Ferð á aðalfund NHS. Formaður og framkvæmdarstjóri sögðu frá  ferð á aðalfund og þemadaga sem þau fóru á til Asker í Noregi.  Umræðuefnið á þemadögunum var  um aldraða með heyrnarskerðingu og þjónustu við heyrnartæki o.fl.  Ísland sker sig úr frá norðurlöndunum hvað það varðar að hér er það ríkið sem á að veita þessa þjónustu en á hinum norðurlöndunum  eru það sveitarfélögin sem sjá um þjónustuna.   Þau sýndu nefndarmönnum bók/bækling sem Norðmenn  eru með. Um er að ræða nokkurskonar  leiðbeiningarrit og samskiptabók fyrir hinn heyrnarskerta  og  er fyllt út í hana miðað við þarfir og  stillingar  hvers og eins.

 

  1. Næsti aðalfundur NHS. Næsti aðalfundur fundur NHS norrænu samtakanna árið 2018 verður haldinn á Íslandi.  Þetta er stórt verkefni og sér Heyrnarhjálp um undirbúningi þess.
    Fundurinn verður haldinn dagana 30.,31 ágúst  og 1.september og  er búið að taka frá  fundaraðstöðu og gistingu á Hótel Selfossi, uppi eru  hugmyndir að bjóða uppá skoðunarferð á Njáluslóðir o.fl.   Þema málþingsins er ekki enn ákveðið en verður sennilegast um tæknimál o.fl.   Eftir er að finna fyrirlesara o.fl.

 

 

  1. Staða á blaðinu og umræður um efni: Ingimar Karl Helgason verður ritstjóri og er búinn að senda  tillögur að  efni  og viðmælendum að hluta.   Vill td. halda áfram að vinna að viðtalinu við hann Morten frá Noregi  og einnig fjalla meira um hljóðvist.  Fundarmenn komu með tillögur að viðmælendum og fyrirtækjum sem eru með húsgögn og fleira með áherslu á hljóðvist.

 

  1. Uppfærsla á vefnum. Kolbrún sagði frá því að hún er búin að vera í samskiptum við Allra8 sem sér um heimasíðu félagsins voru þeir að bjóða upp á uppfærslu á síðunni XXX ákveðið var að fresta uppfærslunni.   Rætt var hvar myndböndin sem ÖBÍ  gaf Heyrnarhjálp væru sett og teljum við rétt að hafa þau á heimasíðunni, þannig að hægt sé að spila þau beint þar.

 

 

  1. Starfshópur ráðherra heilbrigðismála um stöðu hreynarskertra. Samþykkt að senda bréf til ráðherra þar  sem athugasemd er gerð við það að Heyrnarhjálp var ekki boðið að taka þátt í þessum starfshópi. Verið sé að ræða um stöðu heyrnarskertra og það er enginn fulltrúi heyrnarskertra í nefndinni.  Tölvupóstur var saminn á fundinum  þar sem þess var krafist að bætt yrði úr þessu, póstur  sendur strax á heilbrigðisráðherra og aðstoðarmann hans.

 

  1. Önnur mál. Afmælisdagurinn í Kringlunni eða Smáralind.   HTÍ er til í að lána bílinn .  Ákveða  þarf dagsetningu  rætt um annað hvort 11 eða 18 nóv.  Kolbrúnu falið að hafa samband viið verslunarmiðstöðvarnar til að kanna hvor dagurinn henti betur.    Einnig þarf að kanna hvað við getum verið með til að vekja athygli á félaginu td. hávaðaplakatið og eitthvað um félagið.

 

Vakin var athygli á því að síðasti dagur til að bjóða sig fram í embætti í stjórn og nefndir á aðalfundi ÖBÍ  er 19. September 2017.

 

Fleira ekki rætt  fundi slitið  18:37

Fundargerð ritar  Kristín M. Bjarnadóttir.