Fundargerð nr. 1-2017 haldinn 25.janúar 2017

1- 2017 (41) fundur stjórnar Heyrnarhjálpar- félags heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 26. janúar 2017 að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir ; Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ) Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS) Ingólfur Már Magnússon (IMM) Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) Atli Ágústsson (AÁ) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB) .
Forföll boðuðu; Margrét Friðþjófsdóttir (MF) og Sigrún Magnúsdóttir (SM)
Dagskrá :
1.Formaður setur fundinn á táknmáli
2. Fundargerð síðasta fundar nr. 40 haldinn þann 28.11.16 samþykkt
3. Langholtsvegur 113; bréf frá umhverfis- og skipulagsráði 2.1. 2017. Framkvæmdarstjóri las upp bréf frá Umhverfis og skipulagsráði um breytingu á fasteigninni Langholtsvegur 113, byggð hæð ofaná, húsnæði breytt ásamt bílastæðum. Verið er að breyta húsnæðinu í gistirými. Framkvæmdarstjóra falið að kanna hvar málið stæði. Ákveðið að fylgja ákvörðun stjórnar húsfélagsins í þessu máli. Eftir því sem við best vitum er húsfélagið á móti þessum breytingum.
4. Umboðsmaður Alþingis; Vegna kvörtunar á textun hjá RÚV. Umboðsmaður kallar eftir athugasemdum frá Heyrnarhjólp um hvar réttur til textunar sé brotinn. Stjórnarmenn taki saman hver hjá sér hvar þeir telja að vanti á textun sjónvarpsefnis hjá RÚV og sendi til framkvæmdarstjóra, sem í framhaldinu skrifi uppkast að bréfi til Umboðsmanns Alþingis. Bréfið verði fyrst sent til stjórnarmanna til yfirlestrar og athugasemda áður en það fer til Umboðsmanns Alþingis.
5. Bréf v. NAS Nordisk Audiologisk Sällskap: Beiðni um að Heyrnarhjálp taki þátt í ráðstefnu með þeim hér á landi. Framkvæmdarstjóra var falið að láta NAS vita af því að við tilheyrum ekki þeirra félagsskap og tökum því ekki þátt í að halda þessa ráðstefnu með þeim.
6. Fjarhagsstaða 31.12.2016. Kolbrún sagði frá hvernig fjárhagsstaða er á bankareikningum um áramót og gat um að í lok árs þyrfti að huga að endurnýjun samnings við ríkið.
7. Önnur mál.
Öbí uppl. Um nefndarskipan í málefnahópa en enginn frá okkur kjörinn að þessu sinni.
Fréttir úr ferlinefnd – Ingólfur Már Magnússon
Ingólfur sagði frá starfi Ferlinefndar , Reykjavíkurborg er búin að setja upp tónmöskva á nokkra þjónustustöðvar í borginni ss. Bókasafn, sundlaugar o.fl. staði tónmöskvarnir eru að reynast vel.
Fréttir frá Snemmtæk íhlutun Sigrún Magnúsdóttir- þessum lið er frestað þar sem Sigrún er fjarverandi en hún er okkar fulltrúi í þeirri verkefnavinnu.
Heyrnardagur 3 mars Höreforeningen í Danmörku. Kolbrún benti á að alþjóðlegur dagur heyrnar er 3.mars og hvort Heyrnarhjálp ætti að gera eitthvað til að vekja athygli á þessum degi. Hún sagði frá því sem Höreforeningen í Danmörku er að leggja áherslu á. Rætt var um að reyna að vekja athygli á heyrn og heyrnarskerðingu í fjölmiðlum. Reyna að ná eyrum dagblaða og fá unga öfluga einstaklinga
til að koma í viðtal og ræða um heyrn og þá tækni sem er í boði fyrir heyrnarskerta og hvernig tæknin nýtist eða gæti nýst ef aðgangur er að henni.
Fundi slitið. 18.20
Fundargerð ritaði Kristín M. Bjarnadóttir.