Halló Selfoss


Norræn ráðstefna 30 ágúst til 2. sept.

Nú er framundan Norrænir þemadagar og aðalfundur hjá NHS, Nordiska Hörselskadades Samarbetskommitté.

Ráðstefnan fer fram á Hótel Selfoss og er öll þjónusta sótt þangað.

Við vonum að veðrið verði þátttakendum ásættanlegt og jafnvel meira en það, þrátt fyrir hraklega veðurspá.

Við munum byrja á að kynnast sögu staðarins og því sem þar er markvert að sjá og verður kynningarferð farin með leiðsögumanni og sér Guðmundur Tyrfingsson ehf um þá ferð eins og aðra flutninga til og frá.

Síðan verður ráðstefnudagur á föstudaginn og aðalfundur á laugardag.
Ráðstefnan er lokuð nema fyrir þátttakendur innan systursamtakanna og sérstaka gesti.