Heiðursfélagi kvaddur-

Hallgrímur og Lovísa

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar og góður liðsmaður til margra ára Hallgrímur Sæmundsson er látinn. Eftirlifandi kona hans er Lovísa Óskarsdóttir.

Þau hjón hafa skrifað sig inn í sögu Heyrnarhjálpar og markað hana til margra ára. Þau  báru hitann og þungann af ferðum um landið á árunum 1968-1978 til að uppfræða fólk um félagið Heyrnarhjálp, heyrnar- og hjálapartæki og önnur úrræði fyrir heyrnarskerta.
Þá heimsóttu þau helstu þéttbýlisstaði á landinu og ferðuðust um á eigin bíl.
Með þeim í för frá 1974 var Einar Sindrason læknir.

Hallgrímur var svo ráðinn framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar 1986 og starfaði til 1994.

Um leið og við vottum Lovísu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur , þökkum við fyrir þeirra mikla og góða framlag og stuðning við okkar baráttumál, sem er bættur hagur og full réttindi fyrir þá sem eru heyrnarskertir.

Blessuð sé minning hans.