Heimsóknir á Landsbyggðina


Nú eru hafnar okkar árlegu heimsóknir út á land.
Þann 3. október var fyrirlestrarfundur og kynning á félaginu Heyrnarhjálp í Fundasal Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði.
Fundurinn var nokkuð vel sóttur og tókst með miklum ágætum enda þátttaka úr sal með besta móti og nokkuð um reynslusögur sem alltaf gefa umræðunni aukinn kraft.

Þar var farið yfir nokkur af markmiðum félagsins til lengri og skemmri tíma sem eru:

að gæta hagsmuna félagsmanna
að efla skilning innan félagsins og utan á heyrnarfötlun
að hvetja til heyrnarverndar
að fylgjast með framförum og nýjungum og efla notkun hjálparbúnaðar
að bæta aðgengi heyrnarskertra að samfélaginu
að viða að okkur fræðsluefni er tengist heyrnarfötlun
að gefa út fréttabréf með fræðslu og kynningarefni
að gefa út bæklinga af ýmsu tagi.

Um leið og ég þakka fyrir góðan fund og góðar móttökur þá hvet ég fólk til að kynna sér starfsemi félagsins.
Einnig vil ég geta þess að við erum ávallt tilbúin að koma á fund hjá öðrum félögum þegar óskað er.