Heymsókn í Rangárvallasýslu

Mánudaginn 14. okt. var  haldinn fræðslufundur í samvinnu við eldri borgara í Rangárvallasýslu um heilbrigðismál.
Þar var kynning á baráttumálefnum heyrnarskertra og kynning á félaginu Heyrnarhjálp, bæði sögu þess og starfsemi fram til dagsins í dag.
Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sá um þá kynningu en Helgi Hólm stjórnarmaður og ritstjóri Fréttablaðs Heyrnarhjálpar kynnti nýjustu fréttir frá Almannarómi um talgervil sem verið er að hanna og á hann að breyta talmáli í texta.
Á þessum fundi voru einnig fulltrúar frá Heilaheill, þeir Þórir Steingrímsson formaður og sr. Baldur Kristjánsson stjórnarmaður og kynnti i Þórir nýtt símaforrit sem er öryggistæki fyrir þá sem eru að fá slag og getur flýtt mjög fyrir aðstoð og hjálp en þar skiptir hver mínúta sköpum. Sr. Baldur sagði frá sínu slagi og gerði það á gamansaman hátt þó engum dyldist alvara málsins.
Fundurinn var haldinn í Menningarsal safnaðarheimilisins á Hellu og var nokkuð vel sóttur.
Við hjá Heyrnarhjálp þökkum fyrir móttökurnar og hlý orð og hrós sem við fengum eftir fundinn.