hlaupastyrkur


Nú var Íslandsbanki að leggja inn á bankareikning hjá okkur fjárhæð sem okkur munar um.
Þetta er fé sem safnaðist í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst s.l.
Við erum þakklát fyrir þetta og þann hlýhug sem fylgir.
Við viljum sérstaklega þakka þeim einstaklingum sem hlupu til styrktar málefndum heyrnarskertra en það voru:
Davíð Þór Björgvinsson, Jón Reginbald Ívarsson, Búi Þór Birgisson og Guðmundur Ágúst. Hafi þeir kæra þökk fyrir hlaupið.
Talið er að u.þ.b. 50.000 manns séu með einhverskonar heyrnarmein ( WHO – alþjóða heilbriðgisstofnunin ) og vert að huga að því hve margir þjást af þeirri fötlun þó mismikil sé.
Stuðningur við okkur er því stuðningur við mjög marga því við vinnum fyrir heildina eins og við getum best.