Kristín María og Pétur Pétursson hlaupa fyrir Heyrnarhjálp

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en það fer fram 24. ágúst nk.
Enn á ný verður hlaupið til styrktar góðum málefnum og hvetjum við hjá Heyrnarhjálp sem flesta hlaupara, vana og óvana, til að skrá sig til leiks.
Það er gott að leggja góðum málefnum lið og alltaf góð stemming í kringum þetta hlaup.
Áheitasöfnunin er bæði einföld og skemmtileg og fer fram á „ hlaupastyrkur.is“.
Þar verður hægt að hlaða inn myndum, vera með kynningu um sig og áheitafélag sitt.
Þá er líka í boði að búa til sitt eigið myndbandið til að senda í tölvupósti eða á Facebook til vina og vandamanna.

Kristín María Kristmundsdóttir nr. 1080 ætlar að hlaupa 10 km fyrir Heyrnar hjálp og  Pétur Pétursson nr 1452 hleypur 21 km

Við hjá félagi heyrnarskertra óskum  þeim góðs gengis og góðrar skemmtunar.

Skoða styrktarsíðu:

http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=9927

http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=10300