Lög félagsins

31

Lög Heyrnarhjálpar

1. grein

Heiti félagsins er Heyrnarhjálp. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

 

2. grein

Heyrnahjálp er landsfélag þeirra sem eru heyrnarskertir eða með önnur heyrnarmein, svo sem eyrnasuð og Méniéres-sjúkdóm, aðstandenda og áhugafólks um málefni heyrnaskertra.

 

3. grein

Tilgangur félagsins er

3.1  Að gæta hagsmuna félagsmanna er lúta að heyrnarskerðingu og öðrum heyrnarmeinum.

3.2  Að kynna og leiðbeina um notkun á hjálpartækjum fyrir fólk með heyrnarfötlun og

fylgjast með framförum og nýjungum í gerð slíkra tækja.

3.3  Að efla skilning innan félagsins og utan á heyrnarskerðingu og öðrum heyrnarmeinum

       m.a. með útgáfu fréttabréfs.

3.4    Að gangast fyrir almennu félagsstarfi.

3.5    Að gangast fyrir samstarfi við skyld félög innan lands og utan.

3.6    Að gangast fyrir samstarfi hópa innan félagsins.

3.7    Að kynna hjálpartæki sem að gagni mega koma á heimilum og almennum samkomum, t.d.

kirkjum, leikhúsum, félagsheimilum o.fl. og stuðla að því að slíkur búnaður verði sem víðast.

3.8    Að reka þjónustuskrifstofu í Reykjavík, sem m.a. hefur með höndum þá starfsemi sem

að ofan greinir.

 

4. grein

4.1  Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Til hans skal boðað

       með minnst 8 daga og mest 20 daga fyrirvara með auglýsingum í fjölmiðlum eða með öðrum

sannanlegum hætti.

4.2  Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

4.3  Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins.

4.4  Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi, nema annað sé ákveðið í

       lögum þessum.

 

            4.5   Dagskrá aðalfundar skal, í meginatriðum, vera eftirfarandi.

            Fundarsetning.

  1. Kosning fundarstjóra.
  2. Kosning fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar.

a)       Skýrsla formanns.

b)      Gjaldkeri/framkvæmdastjóri leggur fram og skýrir endurskoðaðan og áritaðan ársreikning félagsins fyrir liðið starfsár.

c)       Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu formanns og ársreikning.

d)      Stjórnin leggur fram og kynnir drög að starfsáætlun fyrir næsta ár.

  1. Ákvörðun félagsgjalds.
  2. Lagabreytingar.
  3. Kosningar  samkvæmt 5. grein.

a)       Kosning formanns til eins árs.

b)      Kosning tveggja aðalmanna í stjórn til tveggja ára.

c)       Kosning tveggja varamanna til eins árs.

d)      Kosning tveggja skoðunarmanna ársreiknings og tveggja til vara til eins árs.

e)       Kosning starfsnefnda ef tillögur koma fram þar um.

f)       Önnur mál.

 

5. grein

5.1  Stjórn félagsins skipa fimm menn og tveir til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins

árs í senn. Þá skal ár hvert kjósa tvo stjórnarmenn í  aðalstjórn til tveggja ára og tvo varamenn

og 2 skoðunarmenn reikninga til eins árs. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skulu

stjórnarmenn  skipta með sér verkum.

5.2  Óski stjórnarmaður á fyrri hluta kjörtímabils eftir því að láta af stjórnarstörfum, hann fellur frá

       eða getur ekki sinnt stjórnarstörfum sökum heilsubrests eða af öðrum orsökum, skal á næsta

aðalfundi kjósa nýjan stjórnarmann út kjörtímabilið.

5.3  Stjórn félagsins fer með fjárreiður þess og skuldbindur það gagnvart þriðja aðila, en ber ekki

       persónulega ábyrgð á fjármálum félagsins. Öll meiriháttar mál skulu borin undir félags- eða

aðalfund.

5.4  Stjórnarfundi skal formaður boða með tryggilegum hætti. Varamenn skulu boðaðir á

       stjórnarfundi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt, nema þeir sitji fundinn í

forföllum aðalmanns. Rita skal fundargerð stjórnarfunda.

 

6. grein

Lögum félagsins er aðeins hægt að breyta á aðalfundi og skal þess getið í fundarboði.  Breytingatillögur skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins í minnst 7 daga fyrir aðalfund. Til lagabreytinga þarf samþykki 2/3 hluta mættra félagsmanna á löglega boðuðum aðalfundi.

 

7. grein

Skylt er að boða til félagsfundar ef fleiri en 25 félagsmenn æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Slíkan fund skal boða innan þriggja vikna frá sannanlegri afhendingu fundarbeiðni. Ekki er heimilt að taka til umræðu önnur fundarefni en tilgreind eru í fundarboði.

 

8. grein

Stjórn félagsins getur tilnefnt samstarfsfulltrúa í kjördæmum utan höfuðborgarsvæðisins.

 

9. grein

Þyki ráðlegt eða nauðsynlegt að slíta félaginu eða sameina það öðru félagi, sem vinnur á sama  grundvelli, skal með tillögur þar að lútandi fara á sama hátt og um lagabreytingar. Komi slík tillaga fram skal boða til tveggja funda, sem boðaðir skulu bréflega eða með auglýsingu í fjölmiðlum. Skulu þeir haldnir með fjögurra vikna millibili. Skal fyrri fundurinn vera kynningarfundur og sá síðari ætlaður til ákvörðunartöku með tilheyrandi atkvæðagreiðslu, þar sem tillagan þarf samþykki 2/3 hluta mættra félagsmanna á löglega boðuðum aðalfundi, til að ná fram að ganga. Atkvæðagreiðsla þessi hefur úrslitavaldið um slit og/eða sameiningu félagsins við önnur félög.

Við slit á félaginu skal stjórn þess sjá um uppgjör þess og tryggja að eignum félagsins verði ráðstafað í þágu málefna heyrnarskerta. Allar fundargerðir stjórnar, félags- og aðalfunda skulu afhentar Þjóðskjalasafni.

 

10. grein

Lögin þannig samþykkt á löglega boðuðum aðalfundi Heyrnarhjálpar 31. Mars  2015.
Jafnframt falla úr gildi eldri lög félagsins.

 

 

Hjörtur Jónsson                                   Klara Matthíasdóttir

fundarstjóri                                         fundarritari

 

Hjörtur Jónsson

_____________________________

formaður

 

Ákvæði til bráðabirgða:

Á aðalfundi árið 2015 eru, auk stjórnarmanna sem tilgreindir eru í 5. grein, kjörnir tveir aðalmenn í stjórn til eins árs.