Nýr framkvæmdastjóri


Tómas Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar frá og með 1. maí næstkomandi.
Tómas er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands frá 1989.  Hann hefur komið að ýmsu og vann t.d. sem  framkvæmdastjóri hjá Borgun 2011- 2019 og þar áður sérfræðingur hjá Landsbankanum á Einkabankasviði. Sérfræðingur hjá Landsbréfum  og svæðis- og útibússtjóri hjá Landsbankanum frá 1996 til 2011
Tómas er afar félagslyndur og hefur tekið virkan þátt í mörgu, þar á meðal sat hann í stjórn Heyrnarhjálpar frá 2012-2017 og er enn skoðunarmaður reikninga hjá okkur.
Hann var stjórnarformaður Ljóssins frá 2009-2019 og átti stóran þátt í uppbyggingu þess sem allir þekkja.
Hann sat í stjórn LEK- Landssambands eldri kylfinga frá 2012-2015
Hann hefur setið í stjórnum golfklúbba t.d. GOSÍ sem er golfklúbbur Íslandsbanka og Borgunar og stýrir nú og síðastliðin 10 ár litlum golfklúbbi með miklum sóma.
Þá er hann mikill aðdáandi Manchester City og spilar sjálfur innanhúsknattspyrnu með vinum sínum vikulega.
Við hjá Heyrnarhjálp bjóðum Tómas hjartanlega velkominn til starfa og væntum góðs af samstarfi við hann.