Skoða eldri fréttir

Á döfinni

03/14/18

Sumarskóli um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Írlandi

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) veitir nokkrum félagsmönnum aðildarfélaga sinna styrk til þátttöku í sumarskóla um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Sumarskólinn verður haldinn dagana 18. til 22. júní 2018 í National University of Ireland, Galway (NUIG), á vesturströnd Írlands. ÖBÍ skorar á félagsmenn aðildarfélaga sinna að sækja um styrk til ferðarinnar. Þeir sem […]

Aðalfundur

03/07/18

Aðalfundur Heyrnarhjálpar

Aðalfundur Heyrnarhjálpar vegna ársins 2017 verður haldinn miðvikudaginn 21. mars 2018 kl:20:00 Fundarstaður er Safnaðarheimili Langholtskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Fundurinn verður rittúlkaður af Þórnýju Björk Jakobsdóttur Félagsmenn, velunnarar félagsins sem og aðrir gestir  eru hjartanlega velkomnir

Sumarskóli

03/05/18

Sumarskóli

  Sumarskóli um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks dagana 18. – 22. júní 2018 á Írlandi. Öryrkjabandalag Íslands mun veita nokkrum félagsmönnum aðildarfélaga bandalagsins styrk til þátttöku í hinum árlega sumarskóla um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) í Galway sem er á vesturströnd Írlands. Skólinn verður að þessu sinni dagana […]

Styrkur

02/27/18

Styrkur frá Velferðarráðuneytinu

Nýverið var úthlutað styrkjum frá Velferðarráðuneytinu til hagsmuna- og baráttufélaga sem starfa að velferðarmálum. Heyrnarhjálp sem er 80 ára gamalt félag og starfaði lengst af eitt að hagsmunamálum heyrnarskerts fólks á Íslandi er eitt þeirra. Við erum þakklát fyrir styrkinn og vonumst til að ráðuneytið fylgi eftir góðum orðum ráðherrans um bætt kjör á Íslandi […]

02/19/18

Ánægjuleg frétt frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Hundraðasti Íslendingurinn sem fær kuðungsígræðslu ! Þann 12.janúar s.l. fór fram kuðungsígræðsla á Landspítalanum. Guðmundína Hallgrímsdóttir (í miðið á myndinni) varð þar með 100. Íslendingurinn til að þiggja slíkan ígræddan heyrnarbúnað. Við óskum Guðmundínu hjartanlega til hamingju! Með henni á myndinni eru Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir (t.v.) og Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur (t.h.) Framleiðandi búnaðarins færði henni […]

01/22/18

Athygliverð grein um afleiðingar hávaða

Heilarýrnun og heyrnarskerðing Eftir Ellisif K. Björnsdóttur “Heyrnartæki geta bjargað miklu hjá þeim sem eru með skerta heyrn því auk þess að bæta heyrnina halda þau heilanum í þjálfun.” Það er kunnara en frá þurfi að segja að ef við reynum ekki á einstaka hluta líkamans þá rýrna þeir. Þetta gildir um alla vöðva, meira […]

12/30/17

Áramótakveðja

Kæru félagar og aðrir velunnarar. Stjórn Heyrnarhjálpar sendir sínar bestu óskir um gott og gleðiríkt ár og þakkar fyrir árið sem er að kveðja. Sérstakar þakkir sendum við til þeirra sem sótt hafa fundina okkar og þeirra sem  tekið hafa á móti okkur í Landsbyggðaheimsóknunum. Þá viljum við þakka af hlýhug þeim sem styrkt hafa […]

12/21/17

Lokun um jólin

  Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs viljum við geta þess að skrifstofa Heyrnarhjálpar verður lokuð milli hátíðanna. Opnað aftur 2. janúar 2018 kl 9:00 Með kærleikskveðju og þakklæti fyrir samskipti á árinu Stjórn Heyrnarhjálpar og framkvæmdastjóri

12/11/17

Fréttabréf Heyrnarhjálpar

Nú er Fréttablaðið okkar komið í hús. Það er í pökkun og á leið í dreifingu í dag og næstu daga. Ég vil þakka þeim sem lögðu okkur lið með því að deila fróðleik eða sögum af lífshlaupi sínu, öllum sem styrktu okkur á einhvern hátt og þeim sem unnu við blaðið. Sérstakar þakkir fær Helgi […]

12/04/17

Skrifstofa Heyrnarhjálpar lokuð til 11. des

Skrifsstofan verður lokuð frá 5 til 8 desember vegna frídaga starfsmanns. Opnað aftur 11.des kl 9:00 Ef erindið er brýnt má hringja í 8666444 Með bestu kveðju Kolbrún Stefánsdóttir

11/20/17

Rittúlkuð Guðsþjónusta 26.11.2017 kl: 11:00

Hin árlega rittúlkaða Guðsþjónusta sem haldin hefur verið í samvinnu við Langholtskirkju undanfarin ár verður nú haldin sunnudaginn 26/11 kl: 11:00 Athöfnni er ætlað að vekja athygli á og kynna rittúlkun sem góða leið fyrir heyrnarskert fólk til að njóta messunnar eins vel og kostur er. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson […]

11/13/17

Kynningarfundur á Höfn 16.11.2017

Kynning á starfsemi Heyrnarhjálpar verður í Ekru- sal eldri borgara á Höfn fimmtudaginn 16.11. og hefst kl: 15,30 Farið verður yfir 80 ára sögu félagsins og baráttumálin eins og þau eru í dag. Ekki er síður mikilvægt að heyra skoðanir og reynslusögur fundarmanna sem og álit þeirra á hvað og hvernig megi bæta  aðstöðu heyrnarskertra […]

11/10/17

Heimsókn í Kringluna 11. nóv 2017

Stjórn Heyrnarhjálpar ætlar að vera í Kringlunni laugardaginn 11 nóv. frá kl 10-15 á  fyrstu hæðinni til að kynna félagið og hitta þá sem hafa áhuga á okkar málefnum. Endilega kíkið á okkur og látið okkur heyra hvað ykkur finnst að betur megi fara í málefnum heyrnarskerta..

Heimsókn

11/10/17

Heimsókn til vestmannaeyja 8.nóv 2017

  Nú er ákveðið að heimsækja Vestmannaeyjar og búið að gera allt klárt bæði bátsferð og gistingu, fundarsal og auglýsingar og annað sem tilheyrir. Spurning hvort maður geti tryggt að veðrið verði í lagi. Allavega nokkuð víst að það verður gaman að koma til Vestmannaeyja eins og alltaf. Endilega látið sjá ykkur sem flest og […]

10/31/17

Málþing ÖBI 1. nóvember um kjaramál

  Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál minnir á málþing sitt á Grand Hótel, miðvikudaginn 1. nóvember 2017 kl. 13-17 undir yfirskriftinni „Bætum kjör lífeyrisþega.“ Dagskrá málþingsins liggur nú fyrir. Tími: Miðvikudagurinn 1. nóvember 2017 kl. 13-17 Staður: Grand hótel – Sigtúni 38 – 105 Reykjavík Skráning á málþingið Rætt verður um kjör lífeyrisþega frá ýmsum sjónarhornum. […]

10/26/17

Opinn fyrirlestur um réttindi fatlaðs fólks í HÍ

Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Umbreytingatæki fyrir jöfn borgararéttindi um allan heim  Gerard Quinn, prófessor við lagadeild National University of Ireland, Galway  Hátíðarsalur Háskóla Íslands, þriðjudag 31. október kl. 12.00-13.00 Í fyrirlestrinum fjallar dr. Gerard Quinn um tilurð Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og deilir með áheyrendum vonum og væntingum þeirra sem tóku þátt í […]

10/24/17

Nýr formaður ÖBÍ

Á aðalfundi ÖBÍ þann. 20. 10. 2017 var Þuríður Harpa Sigurðardóttir kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalgsins síðustu tvö kjörtímabil eða frá 2013. Þuríður Harpa fékk 68 atkvæði í formannskjörinu en Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland, fékk 58 atkvæði. Þuríður Harpa er með […]

10/14/17

Heimsókn í Fjallabyggð 17.10. 2017 kl 14:00

Heyrnarhjálp verður með kynningu á sögu, starfsemi og bráttumálum sínum i Fjallabyggð næstkomandi þriðjudag. Fundurinn verður haldinn í Sal Skálarhlíðar á Siglufirði. Allir eru velkonmir sem áhuga hafa á málefnum heyrnarskertra og bættum hag þeirra sem búa nú þegar við skerta heyrn. Hlakka til að sjá sem flesta. Ath. Skrifstofan að Langholtsvegi 111 verður lokuð mánudag […]

10/04/17

Fyrsta málstofa SHH á haustönn

Fyrsta málstofa á haustönninni verður haldin þann 26. október kl. 14:00-15:00. Gestafyrirlesarinn heitir Helen Koulidobrova. Hún er dósent  í málvísindum og forstöðukona rannsóknarstofu í tvítyngi og máltileinkun í ensku við Central Connecticut State University, Bandaríkin. Hún hefur einnig tekið þátt í að rannsaka ASL. Umræðuefnið verður tvítyngi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Túlkað verður á […]

09/23/17

Hjálpartæki daglegs lífs -Málþing

Dagsetning: 27. september kl. 16:00-19:00 Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.  Skráning: http://www.obi.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-malthingid-hjalpartaeki-daglegs-lifs Fólk notar hjálpartæki til að auðvelda daglegt líf. Fyrir marga eru þau nauðsynleg og sumum jafnvel lífsnauðsynleg. Hjálpartæki eru notendum þeirra kostnaðarsöm og því eru veittir opinberir styrkir til niðurgreiðslu, en þó aðeins að uppfylltum þröngum […]

>