Skoða eldri fréttir

Á döfinni

10/17/19

Heymsókn í Rangárvallasýslu

Mánudaginn 14. okt. var  haldinn fræðslufundur í samvinnu við eldri borgara í Rangárvallasýslu um heilbrigðismál. Þar var kynning á baráttumálefnum heyrnarskertra og kynning á félaginu Heyrnarhjálp, bæði sögu þess og starfsemi fram til dagsins í dag. Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sá um þá kynningu en Helgi Hólm stjórnarmaður og ritstjóri Fréttablaðs Heyrnarhjálpar kynnti nýjustu fréttir frá […]

10/15/19

Heimsóknir á Landsbyggðina

Nú eru hafnar okkar árlegu heimsóknir út á land. Þann 3. október var fyrirlestrarfundur og kynning á félaginu Heyrnarhjálp í Fundasal Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði. Fundurinn var nokkuð vel sóttur og tókst með miklum ágætum enda þátttaka úr sal með besta móti og nokkuð um reynslusögur sem alltaf gefa umræðunni aukinn kraft. Þar var farið yfir […]

08/27/19

Aðalfundur NHS og þemadagar

Skrifstofa Heyrnarhjálpar verður lokuð frá miðvikudegi 28.8 til mánudagsins 1. sept vegna aðalfundar NHS – systursamtaka okkar á Norðurlöndum- sem haldinn verður í Kaupmannahöfn. Ef erindið er brýnt er velkomið að hringja í síma 8666444 Kveðja Kolbrún

08/20/19

Táknmálsnámskeið Samskiptamiðstöðvar

Næstu táknmálsnámskeið á Samskiptamiðstöð verða haldin nú í haust sem hér segir: Táknmál 1 verður kennt kl. 12 -13 á mánudögum og miðvikudögum. Námskeiðið byrjar 2. september og lýkur 14. október. Táknmál 2 verður kennt kl. 12 -13 á mánudögum og miðvikudögum. Námskeiðið byrjar 16. október og lýkur 27. nóvember. Kennt verður í húsnæði Samskiptamiðstöðvar að Grensásvegi […]

06/20/19

Nýr starfsmaður Heyrnarhjálpar

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til að sjá um sérstakt tímabundið verkefni sem við ráðumst nú í hér hjá Heyrnarhjálp. Sigríður Fossberg Thorlacius, sem jafnframt er formaður Málbjargar, ætlar að vinna rannsókn fyrir okkur og sækja upplýsingar sem nýtast til að móta heilstæða stefnu fyrir þá sem eru heyrnarskertir á Íslandi. Hún mun kanna stefnu […]

03/18/19

Aðalfundur Heyrnarhjálpar 28. mars kl 20:00

Aðalfundur heyrnarhjálpar – félags heyrnarskertra á Íslandsi -verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 2019 í Safnaðarheimili Langholtskirkju kl 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál Fundurinn er rittúlkaður og boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir sem áhuga hafa á okkar málefnum. Stjórnin

01/21/19

Tímabundin hlutastörf hjá ÖBI

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í tímabundin hlutastörf við átaksverkefni á sviði aðgengismála á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Samanlagt er gert ráð fyrir 100% starfshlutfalli sem skiptist á milli starfsmanna eftir samkomulagi. Átaksverkefnið mun standa yfir í sex mánuði. Fatlað fólk/fólk með skerðingar er sérstaklega hvatt til að sækja um. Ítarleg auglýsing hefur verið […]

Ósk

01/14/19

Ósk um nýtt embætti

Þessi póstur er tekinn af heimasíðu ÖBI 10. janúar þegar formaður ÖBI, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, og formaður Þroskahjálpar, Bryndís Snæbjörnsdóttir, hittu forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að máli og lögðu fram kröfur um embætti umboðsmanns fyrir öryrkja og langveika. ***** UMBOÐSMAÐUR FATLAÐS- LANGVEIKS FÓLKS ÖBÍ leggur til að sett verði á fót embætti Umboðsmanns fatlaðs og langveiks […]

12/20/18

Gleðilegar fréttir frá RÚV

Nú voru að  berast góðar fréttir frá RÚV. Nú á að vera hægt frá 18. desember að nálgast allt íslenskt efni sem hefur verið for-textað með íslenskum texta á vef RÚV. Næsta og síðasta skrefið hjá RÚV er að texta efni sem sent er beint út með sama hætti. Þetta eru gleðifréttir og við förum […]

12/06/18

Viðurkenning Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra – Kærleikskúlan

Eliza Reid, forsetafrú, og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, handhafi Kærleikskúlunnar 2018. „Kærleikskúla. Þetta er fallegt orð og ég trúi varla að hægt sé að fá gildishlaðnari viðurkenningu,“ sagði Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdarstjóri þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi, sem í dag hlaut Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Kærleikskúlan var afhent við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum en fjölmargir gestir […]

11/20/18

Rittúlkuð messa í Langholtskirkju 25.11.2018 kl 11:00

Messað verður hér í Langholtskirkju sunnudaginn 25. nóvember kl. 11:00. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson. Stúlknakórinn Graduale Futuri undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Gaman er að geta þess að kórinn verður framlag Íslendinga til hátíðarhaldanna í Íslendingabyggðum Kanada á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní 2019. Messan […]

11/02/18

Lokun skrifstofu

    Skrifstofa Heyrnarhjálpar verður lokuð vikuna  frá 5-9 nóv vegna fræðsluferða um Austurland. Síminn alltaf opinn 8666444  

10/24/18

Reykingar geta valdið heyrnartapi

Samkvæmt rannsókn frá University of Manchester Research kemur í ljós að þeir sem reykja eru 15% líklegri til að fá heyrnarskerðingu en þeir sem reykja ekki. Því meira sem reykt er þess meiri áhætta. Óbeinar reikningar geta  einnig valdið skertri heyrn. Þetta kemur fram í Din Hörsel sem er gefið út af HLF ( Hörselshemmedes […]

10/10/18

Við leitum sérfræðinga meðal fatlaðra barna og unglinga

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn og unglingar eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og segja hvað þeim finnst. Þess vegna ætlar umboðsmaður barna að vera með sérfræðihópa fatlaðra barna og unglinga. Þetta er gert til að umboðsmaður fái upplýsingar um það sem fötluðum börnum og unglingum finnst mikilvægt og […]

09/13/18

Áskorun ÖBI á Alþingi Íslendinga

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands samþykkir að ganga til aðgerða til að fá  „krónu á móti krónu“ skerðinguna afnumda og ná aftur fjármunum sem teknir hafa verið af fólki vegna hennar. Stjórn Öryrkjabandalags Íslands samþykkti samhljóða á stjórnarfundi í gær 11. september að fela lögmanni sínum að hefja innheimtuaðgerðir gegn Tryggingastofnun ríkisins/íslenska ríkinu, vegna bótaflokksins sérstök framfærsluuppbót. […]

08/29/18

Halló Selfoss

Norræn ráðstefna 30 ágúst til 2. sept. Nú er framundan Norrænir þemadagar og aðalfundur hjá NHS, Nordiska Hörselskadades Samarbetskommitté. Ráðstefnan fer fram á Hótel Selfoss og er öll þjónusta sótt þangað. Við vonum að veðrið verði þátttakendum ásættanlegt og jafnvel meira en það, þrátt fyrir hraklega veðurspá. Við munum byrja á að kynnast sögu staðarins […]

07/23/18

Viltu þú vera með okkur í liði

Nú eru margir farnir að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem haldið verður í Reykjavík 18. ágúst. Þeir sem vilja hlaupa til að vekja athygli á starfsemi Heyrnarhjálpar geta farið inn á Hlaupastyrkur.is og skráð sig þar. Einnig er hægt að styrkja þá sem þegar hafa skráð sig til leiks. Unnar Sigurðsson sem hleypur fyrir […]

07/04/18

Frændur okkar Færeyingar

Langar þig til Færeyja? Ég er 28 ára gamall Færeyingur og er með vöðvarýrnun og þess vegna í hjólastól. Ég syng með æskulýðskór sem heitir X-perimenter og er að fara halda tónleika í Reykjavík 17. – 20. ágúst. Er einhver sem vill leigja mér íbúð eða hafa íbúðaskifti við mig þessa daga, í um það bil […]

05/31/18

Lokun skrifstofu

Skrifstofa Heyrnarhjálpar verður lokuð vegna sumarleyfis starfsmanns frá 1. júní til 2 júlí. Ef erindið er brýnt þá vinsamlegast hringið í síma 8666444 Njótið sumarsins kæru félagsmenn og velunnarar sem og aðrir sem heimsækja síðuna okkar. Með sumarkveðju Kolbrún

04/26/18

Stöndum saman. Þá vinnst sigur!

        Nú minnir ÖBI á baráttudag verkalýðsins 1. maí. Við stöndum saman í harðri kjarabaráttu: Baráttu fyrir hagsmunum og réttinum fatlaðs fólks. Þessi barátta fer ekki bara fram á fundum eða fyrir einstaka félaga, heldur einnig úti í samfélaginu. Við höfum séð að þátttaka og virkni félaga og fólks um allt samfélagið […]

>