Skoða eldri fréttir

Á döfinni

10/14/17

Heimsókn í Fjallabyggð 17.10. 2017 kl 14:00

Heyrnarhjálp verður með kynningu á sögu, starfsemi og bráttumálum sínum i Fjallabyggð næstkomandi þriðjudag. Fundurinn verður haldinn í Sal Skálarhlíðar á Siglufirði. Allir eru velkonmir sem áhuga hafa á málefnum heyrnarskertra og bættum hag þeirra sem búa nú þegar við skerta heyrn. Hlakka til að sjá sem flesta. Ath. Skrifstofan að Langholtsvegi 111 verður lokuð mánudag […]

10/04/17

Fyrsta málstofa SHH á haustönn

Fyrsta málstofa á haustönninni verður haldin þann 26. október kl. 14:00-15:00. Gestafyrirlesarinn heitir Helen Koulidobrova. Hún er dósent  í málvísindum og forstöðukona rannsóknarstofu í tvítyngi og máltileinkun í ensku við Central Connecticut State University, Bandaríkin. Hún hefur einnig tekið þátt í að rannsaka ASL. Umræðuefnið verður tvítyngi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Túlkað verður á […]

09/23/17

Hjálpartæki daglegs lífs -Málþing

Dagsetning: 27. september kl. 16:00-19:00 Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.  Skráning: http://www.obi.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-malthingid-hjalpartaeki-daglegs-lifs Fólk notar hjálpartæki til að auðvelda daglegt líf. Fyrir marga eru þau nauðsynleg og sumum jafnvel lífsnauðsynleg. Hjálpartæki eru notendum þeirra kostnaðarsöm og því eru veittir opinberir styrkir til niðurgreiðslu, en þó aðeins að uppfylltum þröngum […]

lokun

09/12/17

lokun skrifstofu

Vegna sumarleyfis starfsmanns verður skrifstofa Heyrnarhjálpar lokuð  frá 18.september til og með 30. september. Opnað að nýju mánudaginn 2. okt kl. 9:00 Bestu kveðjur Kolbrún.  

Að

08/30/17

Að loknum aðalfundi NHS

  Nú er lokið árlegum aðalfundi NHS (Nordiska Hörselskadades Samarbetskommitté) sem haldinn 27. ágúst 2017 í Asker í Noregi. Samtökin NHS eru heildarsamtök fyrir félög heyrnarskertra á Norðurlöndunum. Þau samanstanda af 6 löndum en 8 félögum og í þeim eru nú 115.000 félagsmenn. Formaður samtakanna er Morten Buan en aðstoðarmaður hans er Roar Råken og […]

07/26/17

Ætlar þú að hlaupa …

  Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem verður 19. ágúst 2017 Heyrnarhjálp er eitt 157 góðgerðafélaga sem hægt er að styrkja með áheitum á hlauparana. Nú heitum við á hlaupara sem ætla sér að hlaupa og ekki eru búnir að skrá sig að gera það og gefa kost á sér fyrir Heyrnarhjálp. Endilega kynnið ykkur baráttumál […]

07/06/17

Áskorun til íslenskra stjórnvalda.

Viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.  Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi svohljóðandi þingsályktun:  Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir […]

07/02/17

Lokun skrifstofu

Skrifstofa Heyrnarhjálpar verður lokið 3. og 4. júlí vegna sumarleyfis starfsmanns. Ef erindi er brýnt er velkomið að hringja í síma 8666444 Bestu kveðjur Kolbrún Stefánsdóttir

06/29/17

Kynning á ÖBI

Hér má sjá þátt sem sýndur var á Hringbraut 17.05.2017 þar sem tekin eru viðtöl við framkæmdastjóra og formann ÖBI auk forsvarsmanna þeirra 5 málefnahópa sem starfa með stjórninni að baráttumálunum. Þátturinn er textaður og gaman að sjá að það er hugað að þeim mikilvæga þætti. Endilega klikkið á linkinn hér fyrir neðan og þá […]

06/08/17

Lokun skrifstofu

Vegna sumarleyfis starfsmanns verður skrifstofa Heyrnarhjálpar lokuð frá og með 12. júni til og með 24. júní. Opnað aftur mánudaginn 26. júní kl 9,00. Megi lífið og ljúft veður leika við ykkur á meðan. Besta kveðja Kolbrún s-8666444  

06/07/17

Nýleg rannsókn um leiðnitap heyrnar hjá þeim sem eru með liðagigt

Nýleg rannsókn kannaði samhengið á milli heyrnartaps og liðagigtar. Niðurstöður benda til þess að fólki með liðagigt sé hættara við heyrnartapi vegna sjúkdóms síns en heilbrigðum einstaklingum. Leiðnitap heyrnar var algengt meðal liðagigtarsjúklinga eða milli 25-72% algengi. Heyrnarmælingar (pure-tone) á liðagigtarsjúklingum leiddi í ljós verulegt heyrnartap á öllum tíðnisviðum. Hvað er liðagigt (Rheumatoid Arthritis)? Liðagigt […]

05/16/17

Fjórða málstofa SHH

Fjórða málstofan verður þann 29. maí 2017 kl. 14:30-15:30 á SHH, Grensásvegi 9, Reykjavík. Viðfangsefni: Börn eru félagsverur frá fæðingu Fyrirlesari: Anna María Jónsdóttir, geðlæknir og sérfræðingur í hópmeðferð og fjölskyldumeðferð fyrir fjölskyldur ungbarna. Strax við fæðingu barns er það tilbúið að mynda samband við umönnunaraðila. Óyrt tjáning er um 70% af samskiptum fólks og […]

05/08/17

Lokun skrifstofu

Skrifstofa Heyrnarhjálpar verður lokuð vegna sumarleyfis starfsmanns 9.10. og 11. maí. Opnað aftur 15. maí kl 9:00 Besta kveðja Kolbrún

Hjálpartækjasýning

05/04/17

Hjálpartækjasýning Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar mun halda glæsilega hjálpartækjasýningu í Laugardalshöllinni 5. og 6. maí 2017. Verður þá þeim aðilum, sem selja hjálpartæki eða eru með einhver hjálpartæki, gert kleift að sýna gestum og gangandi það sem þeir hafa upp á að bjóða. Nú þegar hafa fyrirtæki eins og Össur, Askja, Eirberg, Stoð, Öryggismiðstöðin, Fastus, Icepharma og SÍBS […]

Textun

05/04/17

Textun er mál okkar allra – Áskorun til alþingismanna

Á þessum tímum upplýsinga og tækniframfara er framboð af sjónvarpsefni enn takmarkað fyrir einstaka hópa. Enn er mikill misbrestur á því að íslenskt sjónvarpsefni sé textað. Allt að 16% þjóðarinnar er heyrnarskert að einhverju leyti, sem þýðir að um 54.000 manns getur illa notið þeirra mannréttinda að fylgjast með útsendu efni. Það hefur áhrif á […]

05/03/17

Myndbandasýning ÖBI

Góðan daginn ágætu félagsmenn Heyrnarhjálpar. Öryrkjabandalag Íslands býður til frumsýningar á myndböndum sem gerð voru í samvinnu við aðildafélög bandalagsins. Verkefnið var tilkomið vegna 55 ára afmælis ÖBÍ og myndböndin – sem unnin voru af framleiðslufyrirtækinu Tjarnargötu – liður í að kynna almenningi hvað aðildarfélögin standa fyrir. Grand Hótel – Sigtúni 38, 105 Reykjavík – […]

04/12/17

Gleðilega páska

Við hjá heyrnarhjálp óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið eigið góða daga yfir hátíðirnar. Ykkur sem ferðist um þessa miklu ferðahelgi óskum við góðrar ferðar og góðrar heimkomu. Við viljum líka upplýsa að skrifstofan hjá okkur verður lokuð yfir páskana og alveg til mánudagsins 24.apríl. Hafið það alltaf sem allra best.

04/05/17

Tónmöskvahandbókin

Nú höfum við sett á síðuna hjá okkur handbók um tónmöskva og uppsetningu á þeim. Þetta er sameiginlegt verkefni NHS- Nordiska Hörselskadades Samarbetskommitté sem er samtök systurfélaga okkar á Norðurlöndum og við erum aðilar að. Tónmöskvahandbókin er um 95% eins fyrir öll Norðurlönd, en annað er breytilegt milli landa, t.d. vegna ólíkrar löggjafar. Nú er […]

04/05/17

Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2016

Aðalfundur ársins 2016 var haldinn 12. apríl 2017 í Safnaðarheimili Langholtskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf gengu greiðlega. Formaðurinn Hjörtur Jónsson setti fundinn og tilnefndi Gísla Ólaf Pétursson sem fundarstjóra. Kolbrún framkvæmdastjóri fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2016 og kynnti reikninga félagsins. Engar fyrirspurnir eða athugasemdir voru gerðar við skýrsluna eða reikningana heldur samþykkt með lófataki. Tillaga […]

03/22/17

Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2017

Aðalfundur Heyrnarhjálpar verður haldinn þriðjudaginn 4. apríl 2017 í Safnaðarheimili Langholtskirkju kl: 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál Við hvetjum félagsmenn til að mæta og taka með sér gesti. Við hvetjum líka félagsmenn til að gefa kost á sér til starfa fyrir félagið. Fundurinn verður rittúlkaður af Þórný Bjök Jakobsdóttur Boðið upp á kaffi og […]

>