Skoða eldri fréttir

Á döfinni

Stólajóga!

09/06/22

Stólajóga! Námskeið fyrir heyrnaskerta og/eða þá sem þjást af eyrnasuði

Notkun á heyrnartækjum sem og léleg heyrn getur valdið álagi og rangri líkamstöðu. Þetta getur leitt af sér þreytu og verkjum í axlir, höfði og stífni í kjálka. Sömu sögu er að segja um hvimleitt eyrnarsuð.   Heyrnarhjálp býður uppá sérsniðið stólajóga með áherslu á höfuð og axlir undir leiðsögn Steinunnar jógakennara og sjúkraþjálfara.   […]

Áheit

08/18/22

Áheit í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Nú styttist í árlegt hlaupamaraþon Íslandsbanka og að þessu sinni eru tveir hlauparar að taka þátt til að styrkja Heyrnahjálp. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að styðja við þau Davíð Þór Björgvinsson og Elísu Kristisdóttur og óskum þeim góðs gengis! Styrktarsíðu Davíðs og Elísu má finna hér: https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=466  

06/13/22

Aukin greiðsluþátttaka við kaup á heyrnrtækjum

Okkur hjá Heynarhjálp langar að benda á að nýverið jókst greiðsluþátttak ríkisins við kaup á heyrnartæki úr 50.000 í 60.000 per tæki.  Eins langar okkur að benda að mörg stéttfélög styrkja heyrnartækja kaup félagsmanna sinna.    Hægt er að fá mælingu á heyrn og kaupa heyrnartæki á fimm stöðum. Heyrnar og talmeinastöðin. Heyrn. Heyrnatækni. Heyrnastöðin  […]

Evrópuverkefni

05/13/22

Evrópuverkefni um hljóðóþol – fyrirlestur um verkefnið verður á aðalfundinum 18. maí n.k.

Hjörtur H. Jónsson verður með fyrirlestur um verkefnið á aðalfundi Heyrnarhjálpar þann 18. maí n.k. Nánari upplýsingar: Heyrnarhjálp er þátttakandi í Evrópuverkefni um hljóðóþol(e. misophonia) en hljóðóþol er taugaröskun sem lýsir sér í því að upplifum tiltekinna hljóða veldur svo mikilli vanlíðan að það truflar allar athafnir daglegs lífs. Mikilvægt er að greina börn með […]

05/10/22

Aðalfundur Heynarnarhjálpar 2022

Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2022 verður haldin miðvikudaginn 18 maí klukkan 20:00 í Safnaðarheimili Langholtskirkju Aðalfundur hefst kl 20:00 Skipan fundarstjóra og fundarrita Ársskýrsla fyrra starfsárs Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar Kjör formanns Kjör annarra stjórnarmanna (kjör 2ja manna til 2ja ára og kjör 2ja varamanna til 1.árs) Önnur mál. Hjörtur Jónsson […]

Apríl-námskeið:

04/14/22

Apríl-námskeið: Fræðsla um Tinnitus, heyrnarskerðing og/eða leiðtogaþjálfun

NHS (Samtök heyrnarskertra á Norðurlöndum) og Heyrnarhjálp bjóða upp á þrjú námskeið daganna 22. og 23. apríl n.k. á Hótel Natura. Námskeiðin verða haldin á norsku og með íslenskri rittúlkun og þau eru kjörið fyrir þá sem þekkja ekki rittúlkun til að kynna sér það túlkunarform! Námsefnið verður á íslensku þökk sé Heyrnar- og talmennastöð […]

04/12/22

Skrifstofa Heyrnarhjálpar er flutt í nýtt húsnæði

Heyrnarhjálp hefur flutt skrifstofu sína í Sigtún 42. Símanúmerið hjá félaginu er óbreytt, 551-5895 og það sama gildir um netfangið, heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is. Við minnum á Facebooksíðu félagsins en þar er hægt að senda skilaboð á skrifstofuna og fylgjast með helstu fréttum félagsins. Opnunartími skrifstofunnar verður auglýstur síðar og við óskum öllum félagsmönnum gleðilegra páska!

03/03/22

Dagur heyrnar

 Dagur heyrnar, Mikilvægi öruggrar hlustunar og heyrnarverndar. Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, þeirra er þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn. Að félaginu koma líka aðstandendur og aðrir áhugamenn um málefni heyrnaskertra. Félagið berst fyrir réttindum heyrnarskertra og helsta baráttumál félagsins síðustu ár […]

02/28/22

Heyrnarhjálp tekur þátt í Evrópuverkefni um hljóðóþol

Heyrrnarhjálp er þátttakandi í Evrópuverkefni um hljóðóþol(e. misophonia) en hljóðóþol er taugaröskun sem lýsir sér í því að upplifum tiltekinna hljóða veldur svo mikilli vanlíðan að það truflar allar athafnir daglegs lífs. Mikilvægt er að greina börn með hljóðóþol snemma þannig að hægt sé að gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir að hljóðóþolið trufli […]

01/11/22

Frestun á KVAM námskeiði!

Vegna aðstæðna í samfélaginu þarf að fresta valdeflingarnámskeiði KVAM til loka mars mánaðar. Nánari upplýsingar verða færðar inn á heimasíðuna þegar nær dregur. Við viljum vekja athygli á því að örfá pláss eru laus og hvetjum við unga félagsmenn til að sækja um sem fyrst, enda um að ræða framúrskarandi námskeið!

12/30/21

Nýársóskir frá okkur í Heyrnarhjálp!

Stjórn Heyrnarhjálpar óskar öllum félagsmönnum og velunnurum sínum gleðilegs nýs árs með ósk um farsælt komandi ár. Við þökkum innilega fyrir það liðna og hlökkum til að hefja nýtt ár af krafti. Einnig viljum við benda öllum á að passa upp á heyrnina sína í sprengingunum og gamlárskvöldarlátunum en eins og við í félaginu vitum […]

12/16/21

Andlát: Guðjón Ingvi Stefánsson fv. formaður Heyrnarhjálpar

Guðjón Ingvi Stefánsson fyrrum formaður Heyrnarhjálpar lést 4 desember s.l . Útför hans fer fram frá Bústaðarkirkju föstudaginn 17. desember kl. 13:00. Við hjá Heyrnarhjálp þökkum innilega fyrir allt það mikla og góða starf sem Guðjón Ingvin gerði fyrir félagið. Sjálfboðaliðar skipta sköpum fyrir félagasamtök eins og Heyrnarhjálp og  Guðjón var einn þeirra sem áttu […]

12/03/21

Valdefling og leiðtogaþjálfun

Félagsmönnum Heyrnarhjálpar á aldrinum 18-35 ára stendur til boða spennandi námskeið hjá KVAM Valdefling og leiðtogaþjálfun sem haldið verður í febrúar 2022  í samstarfi við ÖBÍ. Senda þarf ósk um þátttöku á  heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is Þetta er frábært tækifæri og skorum við á félagsmenn að nýta þetta frábæra tækifæri. Hér er linkurinn á námskeiðið með nánari upplýsingum. https://kvan.is/events/valdefling-og-leidtogathjalfun-obi-og-kvan/

12/01/21

Heyrnarhjálp hefur flutt starfsemi sína í Ármúla 6.

Við biðjum félagsmenn að hringja á undan sér þegar þeir sækja skrifstofuna heim. Sama símanúmer og áður: 551 5895. Óskum ykkur ánægjulegrar aðventu og hvetjum alla til að fara að sóttvörnum og einnig biðlum við til fullheyrandi að sína heyrnarskertum tillitsemi og ekki síst núna þegar grímuskylda er.  Margir eru að versla inn fyrir jól […]

11/24/21

Ný íslensk kvikmynd “Leynilögga” sýnd með íslenskum texta

Það gladdi okkur mikið hjá Heyrnarhjálp þegar okkur var tjáð að nýja íslenska myndin Leynilögga yrði sýnd með íslenskum texta  í Sambíóunum Álfabakka, Akureyri og Keflavík dagana 19. nóv til 9. des. Við hvetjum félaga okkar að nýta tækifærið og fara í bíó! Við þökkum Pegasus og Sambíóunum kærlega fyrir að brjóta múra í aðgengismálum […]

09/27/21

Heyrnarhjálp leitar að starfsmanni í hlutastarf

Stjórn Heyrnarhjálpar tók nýverið þá ákvörðun að ráða inn verkefnastjóra í hlutastarf á skrifstofu félagsins. Viðkomandi þarf að búa yfir góðum samskiptarhæfileikum, hafa reynslu af félagsstörfum og æskilegt er að hann/hún þekki til þess umhverfis sem heyrnarskertir á Íslandi búa við. Möguleikar eru á auknu starfshlutfalli í framtíðinni en starfið er í mótun og gert […]

04/04/16

Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2016

Nú er komið að aðalfundi félagsins þetta árið og verður hann haldinn þriðjudaginn 12. apríl kl 20:00 í Safnaðarheimili Langholtskirkju að þessu sinni. Ástæðan fyrir staðsetningunni er sú að við höfum nú leigt út meirihluta af okkar húsnæði og þetta er bara handan við götuna. Auk þess höfum við átt afar ánægjulegt og gott samstarf við […]

05/04/13

Hittingur með stjórnmálamanni

Þriðjudaginn 23. apríl 2013 kom alþingismaðurinn Jón Gunnarsson í heimsókn til okkar að Langholtsvegi 111 kl. 17:15 Hann kynnti sér helstu baráttumál Heyrnarhjálpar og upplýsti hvað flokkur hans, Sjálfstæðislokkurinn, hefur á stefnuskrá sinni í málefnum sem snerta heyrnarskerta. Stjórnarmenn voru með faglegar upplýsingar og fræðandi á báða bóga. Þetta var góður fundur og vonum við […]