Ráðstefna 24. ágúst 2012

120824 036 Ráðstefnan

Á afmælisári stóð Heyrnarhjálp fyrir samnorrænni ráðstefnu sem haldin var á Grand Hóteli við Sigtún, föstudaginn 24. ágúst 2012.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Texti sem aðgengisleið“ og var fjallað um textun í víðum skilningi og sýnt fram á hvernig textunin getur opnað leiðir og stuðlað að jöfnuði fyrir fólk með heyrnarfötlun.

Heyrnarhjálp lagði mikla áherslu á að fá textun á fréttir, fræðsluþætti  og menningar- og listviðburði.

Þessi ráðstefna var aðeins fyrir kjörna fulltrúa aðildarfélaganna en þó gafst okkur tækifæri til að bjóða ákveðnum hópi gesta til ráðstefnunnar með það að markmiði að upplýsa þjónustuaðila og ráðamenn um hve mikilvægur textinn er heyrnarskertum og heyrnarlausum.

Textinn opnar þeim leiðir sem áður voru lokaðar, bætir lífsgæði þeirra og gerir hópunum m.a. mögulegt að fylgjast með þjóðfélagsumræðu og vera virkari þátttakendur í samfélaginu.

Það er okkar skoðun að þessi ráðstefna hafi opnað augu margra ráðamanna fyrir mikilvægi þess að texta allt sjónvarpsefni sem sent er út.