Rittúlkuð Guðsþjónusta 26.11.2017 kl: 11:00

Hin árlega rittúlkaða Guðsþjónusta sem haldin hefur verið í samvinnu við Langholtskirkju undanfarin ár verður nú haldin sunnudaginn 26/11 kl: 11:00
Athöfnni er ætlað að vekja athygli á og kynna rittúlkun sem góða leið fyrir heyrnarskert fólk til að njóta messunnar eins vel og kostur er.

Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson

Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng en einsöngvari er Kristrún Friðriksdóttir.

Rittúlkur er Þórný Björk Jakobsdóttir.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma og svo kaffi og piparkökur eftir samveruna.

Verið öll hjartanlega velkomin.