Rittúlkuð messa í Langholtskirkju 25.11.2018 kl 11:00

Messað verður hér í Langholtskirkju sunnudaginn 25. nóvember kl. 11:00.
Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson.

Stúlknakórinn Graduale Futuri undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti.
Gaman er að geta þess að kórinn verður framlag Íslendinga til hátíðarhaldanna í Íslendingabyggðum Kanada á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní 2019. Messan verður rittúlkuð í samvinnu við Heyrnarhjálp.

Messan verður rittúlkuð í samvinnu við Heyrnarhjálp.
Þórný Björk Jakobsdóttir sér um rittúlkun

Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar kirkjunnar aðstoða við helgihaldið og bjóða til hádegisverðar í safnaðarheimili að messu lokinni. 

Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í litla sal.
Sara og Hafdís taka vel á móti börnum á öllum aldri.

Kvenfélag Langholtssóknar stendur svo fyrir laufabrauðsdegi sem hefst að messukaffi loknu.

Tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna og öll velkomið að taka þátt.