Rjúpan

Nú er veiðitímabil fyrir rjúpnaveiði hafið og ef að líkum lætur er mikill hugur í veiðimönnum landsins og miklar væntingar um góða veiði.
Það er búið að fjölga dögum úr 15 í 22 og er það er vel.
Það hlýtur að gefa fleirum tækifæri til að fara á rjúpu og menn fara síður út í vafasamt veður.
Við hjá Heyrnarhjálp viljum minna veiðimenn á að gæta að heyrnarheilsu sinni af sömu fyrirhyggju og öðrum öryggisþáttum sem huga þarf að þegar gengið er til rjúpna.
Eitt skot getur skert heyrnina og þá er það til frambúðar og varanlegt.
Góðir eyrnatappar vernda heyrnina en menn heyra samt jafnvel í rjúpunni eftir sem áður.
Það er sannarlega þess virði að huga vel að þessum þætti og vonandi gera það sem flestir.

Góða skemmtun og komið heilir heim  ….