Styrkur frá Velferðarráðuneytinu

Nýverið var úthlutað styrkjum frá Velferðarráðuneytinu til hagsmuna- og baráttufélaga sem starfa að velferðarmálum. Heyrnarhjálp sem er 80 ára gamalt félag og starfaði lengst af eitt að hagsmunamálum heyrnarskerts fólks á Íslandi er eitt þeirra.

Við erum þakklát fyrir styrkinn og vonumst til að ráðuneytið fylgi eftir góðum orðum ráðherrans um bætt kjör á Íslandi fyrir okkar fólk.

Styrkur til okkar er í beinu framhaldi af samningum sem við höfum gert við ríkið allar götur síðan 1979.
Dropinn holar steininn og vonandi náum við jöfnum hlut við systursamtök okkar á Norðurlöndum hvað kjör varðar.

Myndin er tekin þegar Sigmundur Einar Daðason ráðherra afhenti formanni Heyrnarhjálpar Hirti Jónssyni styrkinn fyrir árið 2018