Sumarskóli

 

Sumarskóli um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks dagana 18. – 22. júní 2018 á Írlandi.

Öryrkjabandalag Íslands mun veita nokkrum félagsmönnum aðildarfélaga bandalagsins styrk til þátttöku í hinum árlega sumarskóla um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) í Galway sem er á vesturströnd Írlands. Skólinn verður að þessu sinni dagana 18. til 22. júní 2018. Er það fimmta árið í röð sem ÖBÍ styrkir fólk til þátttöku.

ÖBÍ hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til að sækja um styrk til ferðarinnar. Í umsókn skal koma fram fullt nafn, kennitala, aðildarfélag umsækjanda og stuttur rökstuðningur fyrir umsókn um styrkveitingu. Þeir sem hljóta styrk þurfa að vera tilbúin til að nýta sér þekkingu sína á SRFF í baráttunni innan síns aðildarfélags og/eða ÖBÍ. Hver umsókn verður skoðuð með tilliti til ofangreindra þátta.

 

Umsóknir skulu berast á meðfylgjandi eyðublaði í síðasta lagi 19. mars næstkomandi til móttöku ÖBÍ á netfangið mottaka@obi.is

 Nánari upplýsingar veitir Þórný Björk Jakobsdóttir á skrifstofu ÖBÍ á netfanginu thorny@obi.is og í síma 530 6700.