Sumarstarf – Verkefnavinna

Heyrnarhjálp leitar að sumarstarfsmanni  í fullt starf til að hafa verkefna- og ritstjórn með mótun stefnu Heyrnarhjálpar varðandi stuðning við heyrnarskerta. Á verksviði starfsmanns verður m.a. öflun gagna, verkefna- og ritstjórn með gerð uppkasts að stefnu Heyrnarhjálpar í samvinnu við stjórn, öflun umsagna meðal félagsmanna Heyrnarhjálpar og tengdra hagsmunafélaga og kynning á niðurstöðum.

Umsækjandi þarf að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi, vera skipulagður og vel ritfær og fær í mannlegum samskiptum.

Staðan er laus frá miðjum maí eða eftir nánara samkomulagi.

Launakjör eru samkvæmt samkomulagi.

Umsóknir á Alfred.is