Tinnitushittingur á Akureyri

Tinnitushittingur

Akureyrarhópurinn ætlar að  hittast mánudaginn 11.nóv kl: 20:00 á Kaffi Ilmi.
Þessi hópur hefur verið duglegur að hittast og ræða málin.
Á oktoberfundi hópsins  fræddi Annetta Maria fólk um tvö hjálpartæki, vekjaraklukkur með náttúruhljóðum og suðara fyrir fólk með eyrnasuð.
Annetta hefur notað svokallaðan „suðara“, þ.e. tæki sem drekkir (maskar) eyrnasuðinu í stöðugum nið.
„Suðararnir“ hafa gagnast henni við að takast á við eyrnasuðið sitt. Þeir virka þannig að í þeim heyrist þægilegt suð, svokallað „white noise” eða „pink noise”.
Þetta hvort tveggja er suð sem er bærilegt og ef eitthvað er, jafnvel róandi.
Það tekur að vísu sinn tíma að læra inn á suðarana og er vissulega einstaklingsbundið hvernig fólk nýtir sér þá tækni. Mikilvægt er að taka fram að suðið í suðurunum á ekki að yfirgnæfa eyrnasuðið, heldur má alveg heyrast aðeins í eyrnasuðinu.
Þar sem suðið í suðurunum er mun þægilegra en eyrnasuðið, getur heilinn þjálfast smám saman í því að hlusta frekar á þægilega suðið í suðurunum og hættir að einblína sér að eyrnasuðinu.
Þau vonast til að sjá sem flesta og finnst gott að hittast.