Viltu þú vera með okkur í liði

Nú eru margir farnir að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem haldið verður í Reykjavík 18. ágúst.

Þeir sem vilja hlaupa til að vekja athygli á starfsemi Heyrnarhjálpar geta farið inn á Hlaupastyrkur.is og skráð sig þar.

Einnig er hægt að styrkja þá sem þegar hafa skráð sig til leiks.

Unnar Sigurðsson sem hleypur fyrir okkur er með skráningarnúmer #3774

Endilega takið þátt með einhverjum hætti og við erum þakklát fyrir stuðning og hvatningu.