Félag heyrnarskertra á Íslandi

Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, þeirra er þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn.

Betri heyrn – bætt lífsgæði
Orsakir heyrnarskerðingar

Orsakir
heyrnarskerðingar

Heyrnarskerðing tengist oftast hækkandi aldri en það eru undantekningar á því. Þó fólk á öllum aldri geti misst heyrn gerist það einna helst eftir 65 ára aldurinn. Aðrar orsakir heyrnarskerðingar geta verið sjúkdómar, sýkingar eða lyfjanotkun.

Aldurstengd heyrnarskerðing

Aldurstengd
heyrnarskerðing

Með aldrinum minnka hæfileikar okkar til að heyra mjúk hátíðnihljóð. Fuglasöngur er eitthvað sem vel er hægt að lifa án en þegar viðkomandi heyrir ekki aðalatriði á fundum og samkomum er vandamálið mun stærra.

Hávaðatengd heyrnarskerðing

Hávaðatengd
heyrnarskerðing

Þessi tegund heyrnarskerðingar verður til vegna mikillar viðveru í hávaða. Hún er algeng hjá vélvirkjum, lögreglumönnum, smiðum, starfsfólki í verksmiðjum, bændum og leikskólakennurum svo nokkur dæmi séu tekin.

Vissir þú að 85% þeirra sem kjást við eyrnarsuð eru með heyrnarskerðingu!Notkun á heyrnartækjum minnkar suðið hjá mörgum.

Fréttir og tilkynningar

Alþjóðlegi Mannréttindadagurinn er í dag

10. desember er Alþjóðlegi Mannréttindadagurinn, en á þessum degi árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna samþykkt. Í ár er dagurinn tileinkaður „okkar hversdagslegu nauðsynjum“ Það ...
Lesa meira →

Vilt þú taka þátt í kraftmikilli herferð Heyrnarhjálpar?

Heyrnarhjálp leitar að fólki á öllum aldri og öllum kynjum til að taka þátt í vitundarvakningu á því hvaða áhrif heyrnarskerðing hefur á daglegt líf. ...
Lesa meira →

Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks 3. des

Við hvetjum fólk til að lýsa upp með fjólubláu, í tilefni dagsins, en það er einkennislitur réttindabaráttu fatlaðs fólks. Af þessu tilefni eru hvatningarverðlaun ÖBÍ ...
Lesa meira →

Heyrnarhjálp fagnar þeim sögulega viðburði að loksins skuli samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafa verið lögfestur á Alþingi

Lesa meira →

Skýrsla um stefnumótun í Heyrnarþjónustu

Við viljum vekja athygli á skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins um stefnumótun í Heyrnarþjónustu. Heyrnarhjálp átti fulltrúa í starfshópnum sem vann skýrsluna og stjórn Heyrnarhjálpar skilar jafnframt séráliti. ...
Lesa meira →

Hildur Heimisdóttir, kennsluráðgjafi hjá HTÍ heldur erindi.

Lesa meira →
Heyrnarhjálp

Styrkja félagið

Hægt er að styrkja starf félagsins með millifærslu á reikning samtakanna.

Scroll to Top