Hávaði og heyrnarskerðing

Þeim mun meira sem þú hlustar á hávær hljóð, því líklegri ertu til að skerða heyrn þína. Hávaði er til staðar á mörgum stöðum í umhverfinu í nútíma þjóðfélagi. Flestum líkar ekki hávær hljóð eða mikill hávaði. Eyru okkar eru viðkvæm og mikill hávaði getur skemmt heyrn okkar. Við eru útsett fyrir hávaða í vinnu, umferðinni og þegar við hlustum á tónlist eða förum á næturklúbba eða tónleika. Stöðugur hávaði í hljóðstyrknum 85 dB getur valdið heyrnarskerðingur. Þetta er svipaður hljóðstyrkur og kemur fram í mjög miklum umferðarnið. Hávaði af völdum lofthamars er í styrkleikanum um 100 dB og á rokk tónleikum nær hávaðinn oft upp í 110 – 120 dB. Sama hljóðstyrk er oft hægt að ná úr heyrnartólum þegar hlustað er á útvarp, geisladisk eða MP3 spilara. Ekki má gleyma miklum hávaða sem er í mörgum skólum og leikskólum.

Hávaði og hávær hljóð geta valdið tímabundinni eðavaranlegriheyrnarskerðingu.

Tímabundin heyrnarskerðing einkennist heyrnardeyfu sem varir í stuttan tíma eftir að hafa verið útsettur fyrir miklum hávaða. Heyrnin fer fljótt í fyrra horf – háð því hversu mikill hávaðinn var og hve lengi viðkomandi var í þessum aðstæðum.

Varanleg heyrnarskerðing kemur fram um 48 klst. eftir að viðkomandi hefur verið í mjög miklum hávaða. Varanleg heyrnarskerðing getur líka komið fram eftir að viðkomandi hefur í nokkur skipti verið útsettur fyrir miklum hávaða í langan tíma. Það getur líka orsakast af mjög miklum hávaða í stuttan tíma. Þessi tegund heyrnarskerðingar heldur áfram að aukast í allt að fimm ár eftir að viðkomandi var útsettur fyrir hávaðanum.

Það að vera útsettur fyrir miklum hávaða getur einnig valdið eyrnasuði eða tinnitus – sem einkennist af stöðugu suði í eyrum eða höfði viðkomandi.

Heyrnarhjálp
Scroll to Top