Vilt þú taka þátt í kraftmikilli herferð Heyrnarhjálpar?

Heyrnarhjálp leitar að fólki á öllum aldri og öllum kynjum til að taka þátt í vitundarvakningu á því hvaða áhrif heyrnarskerðing hefur á daglegt líf.

Við viljum alls konar reynslusögur allt frá sorglegum upp í fyndnar og sögur frá daglegu lífi. Lifandi sögur sem hjálpa samfélaginu að setja sig í spor heyrnarskertra.

Við leitum að einstaklingum sem:

  • Eru tilbúin að koma fram á myndum og myndskeiðum
  • Vilja leggja sitt af mörkum til mikilvægs málefnis
  • Vilja styðja við að auka skilning og minnka fordóma
  • Koma úr öllum aldurshópum og af öllum kynjum- fjölbreytileiki er lykilatriði.

Engin fyrri reynsla er nauðsynleg.

Tökur fara fram í janúar. Haft verður samband við valda einstaklinga í desember og tekið stutt spjall.

Komdu og  hjálpaðu okkur að varpa ljósi á raunveruleg áhrif heyrnarskerðingar á daglegt líf.

Saman gerum við samfélagið skilningsríkara og aðgengilegra.

Sendu tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um kyn, aldur, tegund heyrnarskerðingar og starfstitil.

Scroll to Top