36. Fundur – 25. maí 2016

36. fundur Heyrnarhjálpar – Félag heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 25.5. 2016 að Langholtsvegi 111 kl. 17.15.

Mættir: Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ), Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar (KS), Ingólfur Már Magnússon (IMM), Þráinn Sveinbjörnsson, Margét Friðþjófsdóttir (MF) og Sigrún Magnúsdóttir (SM).

.Forföll boðuðu  Kristín Margrét Bjarnadóttir (KMB) og Atli Ágústsson (AÁ).

Dagskrá:

  1. Formaður setti  fundinn með táknmáli  og óskaði öllum gleðilegs sumars.
  2. Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð af þeim sem voru á þeim fundi.
  3. Farið var yfir heimasíðuna.
    þjónustuaðilinn kom með tillögu um breytingar. Fram kom að ný síða gæti kostað um 450 þúsund en uppfærsla helmingi minna. Breytingar voru ræddar fram og tilbaka. Ákveðið var að fara í vinnu og að safna saman hverju á að bæta inn á síðuna – henda á milli okkar hugmyndum á tölvupósti.  Einnig var rætt um að hafa auglýsingaborða efst á síðunni – sem hægt væri að selja.
    Kolbrún hefur samband við þjónustuaðila um að fá demosíðu..
  4. Uppgreiðsla lána, Kolbrún lagði fram stöðu láns og upplýsingar um inneigna á bankareikningum. Framkvæmdastjóra var falið að kanna framkvæmdir og gera rekstraráætlun fyrir næsta fund. Þegar það liggur fyrir á næsta fundi þá er hægt að taka ákvörðun um uppgreiðslau láns.
  5. Kolbrún  kannaði kostnað við upplýsingakort um félagið. Fram kom að hjá Prentun kostuðu 500 stk kr 21.500 án vsk en hjá Nón 16.900 með vsk – prentað báðum megin og með uppsetningu. Ákveðið var að framkvæmdastjóri gengi í að fá uppkast af kortunum og sendi það síðan til okkar.
  6. Frestað var að fara yfir framkvæmdaáætlunina fyrir 2016 fram á næsta fund.
  7. Kolbrún tilkynnti um styrk frá ÖBI  að fjárhæð kr. 2850.000,-.

b Rætt var um Reykjavíkurmaraþonið. Kolbrún greindi frá að  hægt væri að fá bása í Laugardalshöll ef menn vildu kynna sitt félag þar sem verið er að skrá sig í mótið.
minni básar 2*2 var á kr.35.960.– en stærri 4*4 á 71.920,-
Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl: 18:25

Margrét ritar fundargerð.

Scroll to Top