Aðalfundargerð – 12. apríl 2016

Aðalfundur Heyrnarhjálpar haldinn í safnaðarheimili Langholtskirkju þriðjudaginn 12.apríl 2016 kl. 20-21

Dagskrá aðalfundarins:

Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar setur fundinn

 • Kosning fundarstjóra: Tillaga kemur um Gísla Ólaf Pétursson sem fundarstjóra og er hún samþykkt.
 • Kosning fundarritara: Tillaga kemur um Klöru Matthíasdóttur sem fundarritara og er hún samþykkt.
 • Skýrsla stjórnar
 1. Skýrsla formanns : Hjörtur flutti skýrslu stjórnar þar sem hann fór yfir það helsta sem gert hafði verið á árinu.
 2. Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar leggur fram og skýrir endurskoðaðan og áritaðan ársreikning félagsins fyrir liðið starfsár.
 3. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu formanns og ársreikning.

Skýrsla formanns og ársreikningur félagsins var samþykkt.
Sigurjón Einarsson skoðunarmaður ársreiknings leggur fram eftirfarandi athugasemdir við ársreikninginn:

– Notuð er komma (,) en ekki punktur (.) sem þúsundatákn.
– Þar sem vörusala er óverulegur þáttur i starfsemi Heyrnarhjálpar í dag þá færi betur á að Rekstrartekjur hétu Framlög, styrkir og aðrar tekjur.
Þessar athugasemdir setti ég einnig fram í fyrra.
– Átta mig ekki á skýringar 2.
– Hver er ástæðan fyrir því að einn af reikningum í Landsbanka heitir NBI hf Sparireikningur?

Kolbrún gaf þá skýringu að þessi reikningur hefði verið stofnaður vegna sölu hlutabréfa og menn hefðu viljað halda honum sér en það sé svosem engin ástæða til þess og verði væntanlega felldur undir liðinn sjóði og bankareikningar.

Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir drög að starfsáætlun fyrir næsta ár:
(sjá frá Kollu).

Ákvörðun félagsgjalds:

Félagsgjaldið er 1500 krónur fyrir hvern fullgreiðandi aðila og tillaga kemur um óbreytt félagsgjald sem er samþykkt. Fyrirspurn kemur úr sal hvað það þýðir að vera fullgreiðandi aðili. Formaður svarar þeirri fyrirspurn með því svari að fólki sé frjálst að borga hærri eða lægri upphæð, og félagsgjaldið sé valfrjáls krafa í heimabanka.

 • Lagabreytingar: Ekki er lögð fram tillaga um lagabreytingar.
 • Kosningar samkvæmt 5.grein laga.
 1. Kosning formanns til eins árs: Hjörtur Jónsson formaður býður sig fram til eins ára og er það samþykkt.
 2. Kosning tveggja aðalmanna í stjórn til tveggja ára: Sigrún Magnúsdóttir og Þráinn Sveinbjörnsson bjóða sig fram til tveggja ára og er það samþykkt.
  Margrét Friðþjófsdóttir býður sig fram til eins árs og er það samþykkt.
 3. Kosning tveggja varamanna til eins árs: Atli Ágústsson gefur kost á sér áfram og Kristín Margrét Bjarnadóttir gefur kost á sér í varastjórn Samþykkt.
 4. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreiknings og tveggja til vara til eins árs:

Sigurjón Einarsson og Tómas Hallgrímsson bjóða sig fram sem skoðunarmenn ársreiknings og er það samþykkt. Þórir Steingrímsson og Sigurður Einarsson bjóða sig fram til vara til eins árs og er það samþykkt.

Önnur mál:

Grétar Snær Hjartarson fráfarandi stjórnarmaður þakkar stjórn og framkvæmdastjóra góð og ánægjuleg samskipti á árinu en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Aðalfundinum lauk kl. 21 og eftir fundinn voru kaffiveitingar í boði Heyrnarhjálpar.

Fundarritari var Klara Matthíasdóttir

Scroll to Top