Fundargerð 1-2019

Fundargerð stjórnar Heyrnarhjálpar 26. mars 2019

Á fundinum voru: Hjörtur,, Kolbrún, Sigrún og Sturla en auk þess kom Margrét við til að árita ársreikninginn.

Formaður setti fundinn en aðalefni fundarins var að fara yfir og árita reikninga ársins 2018 ásamt undirbúningi fyrir aðalfund.

Þessir liðir ræddir skv. dagskrá.

 • Fundargerð síðasta fundar samþykkt með undirritun.
 • Reikningar ársins 2018 tilbúnir og liggur fyrir að kjörinn skoðunarmaður SE gerir athugasemdir við form reikningsins ásamt nokkrum athugasemdum við stafsetningu og á þeim forsendum mun hann ekki árita reikninginn. Annar skoðunarmaður hefur áritað reikninginn.  Þetta var rætt nokkuð en ekki talin ástæða til aðgerða þar sem ekki eru gerðar athugasemdir um niðurstöðu reikningsins.
 • Nokkrir liðir í reikningnum sveiflast aðeins milli ára og er það langmest vegna ársfundar NHS sem haldinn var á Íslandi s.l ár. Kolbrún mun taka saman samtals kostnað vegna ársfundarins og hafa með á aðalfundinn.
 • Samþykkt að leggja til óbreytt árgjald.
 • Fyrir liggur að Margrét gefur ekki kost á sér áfram í stjórn.

Undir liðnum önnur mál – þetta helst:

 • Félagið tók þátt í „Degi heyrnar“ í byrjun mars og vann með Heyrnar- og talmeinastöðinni undir átakinu „Láttu mæla þig.“
 • Kolbrún og Hjörtur fóru til Danmerkur á formannafund NHS og einnig var gagnlegur fundur með fulltrúum Norðurlandaráðs um málefni okkar.
 • Fundað hefur verið með Félagi heyrnarlausra vegna sameiginlegs áhuga á textun efnis ljósvakamiðla.
 • Aðgengishópur ÖÍ er komið í samstarf við MBL um greinaskrif og birt var stór grein eftir Hjört á þeim vettvangi fyrir stuttu.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið.

Reykjavík 27. Mars 2019 – Sturla Þengilsson

Fundargerð 4-2018

Fundargerð stjórnar Heyrnarhjálpar 28. maí 2018

Á fundinum voru: Hjörtur, Ingólfur, Kolbrún, Kristín, Sigrún, Stefán og Sturla.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með undirritun.

Nýtt prókúruumboð undirritað af stjórnarmönnum.

Þetta helst um ráðstefnuna um mánaðarmótin ágúst-september

 • Stefán lagði fram tillögu að skemmti- og fræðsluferð og samþykkt að hann vinni áfram með það og leiti eftir samstarfsaðilum vegna fararstjórnar og fólksflutninga.
 • Stefnt er að því að fá ráðherra heilbrigðismála til að ávarpa ráðstefnuna.
 • Guðjón Brjánsson verður með erindi um aðstæður á Íslandi í dag og í sögulegu samhengi.
 • Þemadagur verður á föstudeginum.
 • Aðalfundur verður á laugardeginum.
 • Dagskrá fyrir maka verður skipulögð á laugardeginum.
 • Félagið greiðir fyrir hótelherbergi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra í 3 nætur og eru herbergin 2ja manna. Þegar nær dregur þá skýrist með fjölda þ.e. hverjir verða með maka.
 • Dagskrá ráðstefnunnar verður send um leið og hún liggur fyrir í endanlegu formi.

Útgáfa blaðsins er fyrirhuguð og ritstjóri verður Helgi Hólm og hefur hann nú þegar lagt fram nokkuð margar tillögur um innihald og efnistök.  Á fundinum kom fram að sérstök áherslu skuli leggja á viðtöl við skjólstæðinga og einnig greinaskrif sérfræðinga t.d. lækna auk annars efnis.

Undir liðnum önnur mál – þetta helst:

 • Bókaður er tími hjá heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur þann 13. Júní til að ræða baráttumál félagsins og hennar aðkomu að ráðstefnunni í haust.
 • Kristján Sverrisson hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni bað um þátttöku í könnun sem hann er með og var það erindi afgreitt á jákvæðan hátt.
 • Rætt um hvernig heyrnartæki falla að almennum vátryggingum eins og fjölskyldutryggingum og ákveðið að félagið sendi erindi til tryggingarfélaganna þar sem óskað er eftir skýringum og að skilmálar þeirra kveði sérstaklega á um heyrnartæki eins og gert er um marga aðra hluti svo sem myndavélar og þess háttar græjur.

Fundi slitið með töku myndar af stjórn fyrir heimasíðuna.

Reykjavík 29. maí 2018 – Sturla Þengilsson

Fundargerð 3. 2018

Stjórnarfundur Heyrnarhjálpar- félags heyrnarskertra á Íslandi nr. 3-2018 var haldinn þann 23. apríl að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir; Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ)  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri (KS) Kristín M. Bjarnadóttir (KMB) Ingólfur Már Magnússon(IMM ) Sigrún Magnúsdóttir (SM) Margrét Friðþjófsdóttir (MF) Stefán Benediktsson (SB) og Sturla Þengilsson (SÞ)

Dagskrá:

Formaður setur fundinn á táknmáli og bauð nýja stjórnarmenn velkomna.,

 1. Fundargerðir nr. 1-2018 og 2-2018 undirritaðar.
 2. Stjórnarmenn kynntu sig og síðar var kosið í embætti. Ingólfur Már var tilnefndur í varaformannsembættið og Sturla Þengilsson í ritarann. Margrét verður áfram gjaldkeri.
 3. Formaður kynnti félagið bæði sögu þess og stofnun ásamt málefnum sem unnið hefur verið í og fyrir gegnum tíðina til dagsins í dag, bæði innanlands sem utan.
 4. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu reikninga en ársreikningar voru lagðir fram og yfirfarnir á aðalfundi félagsins 21. mars sl. Í sjóði er nú 9 milljónir og von á 2.8 milljónum í styrk frá ÖBI
 5. Önnur mál.
  Rætt var um ársfund og þemadaga NHS sem haldnir verða hér á landi 31/8 og 1/9 á Hótel Selfossi.
  Stofnuð var sérstök nefnd til að vinna að framkvæmd fundarins og voru eftirtaldir kjörnir í hana.
  Hjörtur formaður, Kolbrún framkvæmdastjóri, Sigrún Magnúsdóttir og Stefán Benediktsson.
  Nefndin mun stefna á að funda í næstu viku.
  Næsti fundur er áætlaður mánudaginn 28/5 á okkar hefðbundna tíma 17,15

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 18,45
Fundargerð ritar Kolbrún Stefánsdóttir

 

 

 

 

 

Fundargerð 2-2018

Stjórnarfundur Heyrnarhjálpar- félags heyrnarskertra á Íslandi árið 2018 nr. 2-2018 var haldinn þann 28. febrúar að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir; Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ)  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB)

Dagskrá :

Formaður setur fundinn á táknmáli

 1. Fundargerðir nr. 1-2018 samþykkt en fer síðar fyrir aðra nefndarmenn til undirritunar.
 2. Ársreikningar 2018 KS fór yfir reikningana og farið var ofan í þær færslur sem voru eitthvað hærri en venjulega og gefnar skýringar á þeim.
  Þar sem minnihluti stjórnar var mættur – tveir af fimm – þá teljast reikningarnir ekki samþykktir af stjórn. Það var samþykkt að ef aðrir stjórnarmenn ( sem hafa ekki gert athugasemdir fram til þessa ) gætu komið við á skrifstofu félagsins og áritað drög þá myndi það teljast sem löglegt samþykki.
  Þá fyrst væri hægt að fara með reikninga í prentun og síðan þyrftu aðilar að skrifa á reikninga sem þarf að láta frá sér. Skoðunarmenn reikninga, Sigurjón og Tómas, hafa báðir samþykkt ársreikningana.
 3. Mál vegna aðalfundar. Tillaga að hafa félagsgjaldið óbreytt. Rætt um framboð ofl.
 4. Formaður greindi frá afhendingu styrks sem Velferðarráðuneytið veitt okkur nú nýverið en hann er níu milljónir króna.5. Samþykkt að umsókn Birtu Landsamtaka um styrk verði synjað eins og öðrum beiðnum sem ekki tengjast Heyrnarhjálp með beinum hætti.6. KS greindi frá tilboði frá fyrirtækinu Filmis um uppfærslu á heimasíðu en ákveðið var að hafna því.

  7. Önnur mál.
  Rætt um Stefnumótunarfund ÖBI og fulltrúa okkar á honum.
  Kolbrún kvaðst ætla að taka samfellt frí í júnímánuði og tvær vikur í apríl. (samþ. af formanni )
  Rætt var um undirbúning haustþings NHS en það verður hjá okkur og haldið á Selfossi 30/ 8 -1/9 nk.
  Spurning hvort einhver er tilbúinn að gefa kost á sér í undirbúningsnefnd með framkvæmdastjóra.

  Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 18:30

Fundargerð ritar KS í fjarveru ritara.

Fundargerð 1-2018

Fyrsti stjórnarfundur Heyrnarhjálpar- félags heyrnarskertra á Íslandi árið 2018 nr. 1-2018 var haldinn þann 9. Janúar að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir; Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ)  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS) Ingólfur Már Magnússon (IMM)  Atli Ágústsson (AÁ) og Sigrún Magnúsdóttir (SM) Forföll boðuðu; Margrét Friðþjófsdóttir (MF) Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB)

Dagskrá :

1.Formaður setur fundinn á táknmáli ( Til hamingju með afmælið )

 1. Fundargerðir nr. 4-2017 og 5-2017 samþykktar og undirritaðar.
 2. KS lagði fram yfirlit yfir fjárhagsstöðuna og þar kom fram að við eigum níu milljónir á bankareikningum. Formaður(HJ) reifaði umsókn okkar til ráðuneytis velferðarmála og staðan er sú að svar er ekki komið en við vonumst eftir samningi til tveggja ára og helst eins og við sóttum um 11,5 en annars óbreyttum frá því fyrir 2. árum.
  Ráðuneytið stefnir á að klára umsóknir fyrir 21 feb.
 3. KS lagði fram uppgjör fyrir útgáfu Fréttablaðsins. Tap var á útgáfunni . Almenn ánægja var með blaðið og kom fram að þegar hefur verið rætt við Helga Hólm að ritstýra næsta blaði.
 4. Greint var frá að næsti formannafundur NHS verði í Kaupmannahöfn 13.3.2018.
  Gert er ráð fyrir að þar komi fram ákveðin tillaga um þema og tilhögun ráðstefnu og aðalfundar sem haldinn verður hér á landi 31 ágúst og 1. sept. 2018.
 5. Rætt var um dagsetningu fyrir aðalfund Heyrnarhjálpar og varð 21. mars kl 20,00 valinn. Þá var ákveðið að halda fund 28. febrúar til að undirrita reikninga en þá verður búið að senda þá út til skoðunar á tölvupósti. Þá var ákveðið að stefna á 15. mars fyrir stjórnarfund.

Kolbrún verður í fríi 15-17 janúar / 6-21 apríl og tekur eina viku í febrúar í frí.

Önnur mál

Rætt um stefnumótunarfund en ákveðið að leggja það fyrir nýja stjórn að loknum aðalfundi.
Einnig var ákveðið að gera c.a. 400 plaköt í A3 og A4 með hávaðastikunni og dreifa í alla skóla og hjá söluaðilum heyrnartækja og víðar.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 18,30
Fundargerð: Sigrún Magnúsdóttir /Kolbrún Stefánsdóttir

 

Athugasemd frá IMM :
Samþykkt var að framkvæmdastjóri pantaði viðtal við nýjan ráðherra velferðarmála Ásmund Daða og helst líka heilbrigðisráðherra Svandísi Svavars.

Fundargerð 5-2017

Fundargerð     5. Stjórnarfundar   Heyrnarhjálpar- Félags heyrnarskertra á Íslandi haldinn þann 5.9.2017  í húsnæði félagsins að Langholtsvegi 111  Reykjavík

 

Mætt eru:  Hjörtur H.Jónsson, Sigrún Magnúsdóttir, Kristín M.Bjarnadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir framkv.stjóri félagsins.

 

Boðuð forföll:  Atli Ágústsson, Ingólfur Már Magnússon, Margrét V Friðþjófsdóttir og Þráinn Sigurbjörnsson.

 

 

 1. Formaður setti fundinn og hafði orð á að það væri fámennt, en rétt að halda fund þar sem mörg verkefni í vinnslu sem þarf að taka ákvörðun um.

 

 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt af viðstöddum, verður tekin aftur upp á næsta fundi þar sem 4 stjórnarmenn eru fjarverandi.

 

 1. Ferð á aðalfund NHS. Formaður og framkvæmdarstjóri sögðu frá  ferð á aðalfund og þemadaga sem þau fóru á til Asker í Noregi.  Umræðuefnið á þemadögunum var  um aldraða með heyrnarskerðingu og þjónustu við heyrnartæki o.fl.  Ísland sker sig úr frá norðurlöndunum hvað það varðar að hér er það ríkið sem á að veita þessa þjónustu en á hinum norðurlöndunum  eru það sveitarfélögin sem sjá um þjónustuna.   Þau sýndu nefndarmönnum bók/bækling sem Norðmenn  eru með. Um er að ræða nokkurskonar  leiðbeiningarrit og samskiptabók fyrir hinn heyrnarskerta  og  er fyllt út í hana miðað við þarfir og  stillingar  hvers og eins.

 

 1. Næsti aðalfundur NHS. Næsti aðalfundur fundur NHS norrænu samtakanna árið 2018 verður haldinn á Íslandi.  Þetta er stórt verkefni og sér Heyrnarhjálp um undirbúningi þess.
  Fundurinn verður haldinn dagana 30.,31 ágúst  og 1.september og  er búið að taka frá  fundaraðstöðu og gistingu á Hótel Selfossi, uppi eru  hugmyndir að bjóða uppá skoðunarferð á Njáluslóðir o.fl.   Þema málþingsins er ekki enn ákveðið en verður sennilegast um tæknimál o.fl.   Eftir er að finna fyrirlesara o.fl.

 

 

 1. Staða á blaðinu og umræður um efni: Ingimar Karl Helgason verður ritstjóri og er búinn að senda  tillögur að  efni  og viðmælendum að hluta.   Vill td. halda áfram að vinna að viðtalinu við hann Morten frá Noregi  og einnig fjalla meira um hljóðvist.  Fundarmenn komu með tillögur að viðmælendum og fyrirtækjum sem eru með húsgögn og fleira með áherslu á hljóðvist.

 

 1. Uppfærsla á vefnum. Kolbrún sagði frá því að hún er búin að vera í samskiptum við Allra8 sem sér um heimasíðu félagsins voru þeir að bjóða upp á uppfærslu á síðunni XXX ákveðið var að fresta uppfærslunni.   Rætt var hvar myndböndin sem ÖBÍ  gaf Heyrnarhjálp væru sett og teljum við rétt að hafa þau á heimasíðunni, þannig að hægt sé að spila þau beint þar.

 

 

 1. Starfshópur ráðherra heilbrigðismála um stöðu hreynarskertra. Samþykkt að senda bréf til ráðherra þar  sem athugasemd er gerð við það að Heyrnarhjálp var ekki boðið að taka þátt í þessum starfshópi. Verið sé að ræða um stöðu heyrnarskertra og það er enginn fulltrúi heyrnarskertra í nefndinni.  Tölvupóstur var saminn á fundinum  þar sem þess var krafist að bætt yrði úr þessu, póstur  sendur strax á heilbrigðisráðherra og aðstoðarmann hans.

 

 1. Önnur mál. Afmælisdagurinn í Kringlunni eða Smáralind.   HTÍ er til í að lána bílinn .  Ákveða  þarf dagsetningu  rætt um annað hvort 11 eða 18 nóv.  Kolbrúnu falið að hafa samband viið verslunarmiðstöðvarnar til að kanna hvor dagurinn henti betur.    Einnig þarf að kanna hvað við getum verið með til að vekja athygli á félaginu td. hávaðaplakatið og eitthvað um félagið.

 

Vakin var athygli á því að síðasti dagur til að bjóða sig fram í embætti í stjórn og nefndir á aðalfundi ÖBÍ  er 19. September 2017.

 

Fleira ekki rætt  fundi slitið  18:37

Fundargerð ritar  Kristín M. Bjarnadóttir.

Fundargerð 4-2017

Stjórnarfundur nr. 4-2017 hjá Heyrnarhjálp-félags heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 15.8. 2017 að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15
Mættir: Ingólfur Már Magnússon (IMM), Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) Margrét Friðþjófsdóttir (MF) Atli Ágústsson (AÁ) Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB)
Forföll: og Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ), og Sigrún Magnúsdóttir (SM)
Dagskrá :
1. Varaformaður setur fundinn þar sem formaður forfallaðist á síðustu stundu.
2. Fundargerð síðasta fundar nr. 3- 2017 haldinn þann 08.06. 2017 samþykkt og undirrituð.
3. Rætt var um hvort sækja ætti ráðstefnu hjá International Federation of Hard of Hearing sem haldin verður í Berlín í október. Ákveðið að fara ekki núna en áhugi á að huga í framtíðinni að áhugaverðum ráðstefnum til að kynnast nýjum viðhorfum í tækniframförum og baráttumálum okkar.
4. Fréttabréfið. Rætt um mögulegt efni en samþykkt að leita til Ingimars Karls sem sá um blaðið síðast. Einnig samþykkt að gefa Miðlun/ Kaupum til góðs tækifæri þrátt fyrir rýra uppskeru í fyrra. Æskilegt væri ef blaðið væri tilbúið fyrir afmæli félagsins 14.11.
5. KS ræddi um afmælið í nóvember og hvort reyna ætti að halda upp á það með því að fá bílinn hjá HTI og bjóða upp á mælingar við Kringluna/ Smáralind og eins að reyna að kynna rittúlkun innandyra en bíllinn kemst ekki inn í húsið þannig að sennilega væri það þá bara stæði á bílaplani. Samþykkt að kanna möguleika á þessu.
6. Gert var hlé á fundinum og framkvæmdastjóri færði Þráni Sigurbjörnssyni blómvönd og gjöf frá félaginu en hann átti nýlega 70 ára afmæli. Hún þakkaði honum fyrir ómælda aðstoð við félagið fyrr og nú og óskaði honum velfarnaðar. Boðið var upp á afmælistertu og kaffi en síðan haldið áfram með fundinn.
7. Önnur mál. Borist hafði reikningur frá rittúlki sem hafði rittúlkað á ráðstefnu um aðgengismál í Norræna húsinu 24 mars. 2017. Samþykkt að borga þennan reikning þar sem hann tilheyrði sama tilfelli og þegar við greiddum öðrum rittúlki á sömu ráðstefnu enda hafði verið safnað fé fyrir þessu sérstaklega hjá Hagkaupum fyrir þessari rittúlkun.
KS spurðist fyrir hvort stjórn vildi halda sig við fyrri ákvörðun um styrki til annarra góðgerðafélaga og var stjórn á því að viðhalda fyrri ákvörðun um að samþykkja ekki slíkar beiðnir.
Rætt var um plakat fyrir heyrnarskalann og hvar helst væri að leita að frumskjalinu til að hægt sé að gera plakötin. Ákveðið að kanna hjá Logóflex og Ísafoldarprentsmiðju. Rætt var um að nú stæði fyrir dyrum næsti aðalfundur og þemadagur NHS og verður fundurinn í Asker í Noregi og munu Hjörtur formaður og Kolbrún framkvæmdastjóri sækja fundinn.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 18,30
Kolbrún og Margrét rita fundargerð.

Fundargerð 3-2017

Stjórnarfundur nr. 3-2017 hjá Heyrnarhjálp – félagi heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 8.6. 2017 að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir: Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ),  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS), Ingólfur Már Magnússon (IMM), Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) Margrét Friðþjófsdóttir  (MF) og Sigrún Magnúsdóttir (SM)

Forföll: Atli Ágústsson (AÁ) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB)

Dagskrá :

 1. Formaður setur fundinn á táknmáli.
 2. Fundargerð síðasta fundar nr. 2- 2017 haldinn þann 15.06. 2017 samþykkt og undirrituð.
 3. Farið var yfir ársreikning fyrir árið 2016 lið fyrir lið og velt við öllum steinum.
  Ársreikningur borinn undir fundinn og samþykktur einróma.
 4. HTÍ. Hjörtur formaður skýrði frá framvindu mála í sambandi við samþykkt síðasta fundar um að hafa samband við HTÍ út af breytingu á þjónustu hjá þeim við heyrnarskert fólk, þ.e. breytingu á svokölluðum opnum tímum. Svar barst frá Kristjáni Sverrissyni forstjóra HTI og í kjölfarið var fundað með honum og Ingibjörgu Hinriksdóttur yfirlækni hjá HTI um stöðu mála hjá Heyrnar-og talmeinastöð. Við vorum upplýst um framtíðarsýn þeirra og hvar við gætum hugsanlega beitt okkur til stuðnings við þeirra starf.
  Samþykkt að þeir sem sátu fundinn , Hjörtur, Kolbrún og Ingólfur myndu senda fyrirspurn á Landlæknisembættið um reglugerðir og starfsleyfi sem og gæðaeftirlit með fyrirtækjum sem þjónusta heyrnarskert fólk. Nokkur umræða var um hvaða áhrif þetta gæti haft á markaðinn og töldu sumir að þessi mál væru í erfiðri stöðu, þar sem skortur er á fagmenntuðu fólki, en að vissulega verði gæði þjónustunnar að vera í lagi.
 5. ÖBI. Aðalfundur ÖBI verður haldinn 20. og 21 okt. n.k.
  Tilnefna þarf fulltrúa og varafulltrúa og var niðurstaða fundarins þessi:
  Hjörtur Jónsson / Margrét Friðþjófsdóttir til vara
  Kolbrún Stefánsdóttir / Þráinn Sigurbjörnsson til vara
  Ingólfur Már Magnússon / Sigrún Magnúsdóttir til vara.
 6. Fræðslufundir. Kolbrún lagði fram upplýsingar um fræðslufundi sem haldnir hefðu verið til kynningar á starfsemi félagsins síðan 2013. Þessir fundir eru haldnir bæði nær og fjær höfuðborgarsvæðinu og var ákveðið að reyna að fara á staði, sem ekki hafa verið heimsóttir nýlega.
  Kannað verður með með aðstöðu til funda á þessum stöðum og lögð fyrir stjórn áætlun um heimsóknir.
  Þá var ákveðið að kanna hvort halda mætti upp á afmæli félagsins með heyrnarmælingum á fjölförnum stað í bænum og auglýsa fría mælingu ef hægt væri að semja við HTI um afnot af bílnum sem þeir nota á ferðum um landið.
 7. Önnur mál.
  Formaður sýndi tvö myndbönd sem ÖBI hefur látið gera og gefur aðildarfélögum til að nota við kynningar á viðkomandi félagi. Ákveðið að reyna að koma þessum myndböndum á heimasíðuna.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið  18:30

 

Fundargerð 2-2017

Stjórnarfundur nr. 2-2017 hjá Heyrnarhjálp-félags heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 15. 5. 2017 að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir: Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ),  Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS), Ingólfur Már Magnússon (IMM), Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB), Margrét Friðþjófsdóttir  (MF) og Sigrún Magnúsdóttir (SM)

Forföll: Atli Ágústsson (AÁ)

Dagskrá :

 1. Formaður setur fundinn á Táknmáli og sýndi hvernig tölur eru táknaðar á táknmáli.
 2. Fundargerð síðasta fundar nr. 41 haldinn þann 25.1.2017 samþykkt og undirrituð.
  Í framhaldinu var samþykkt að breyta númerum funda og miða við fundi á ári og er fundargerð nr. 41 þá jafnframt númer 1-2017 en þessi fundur 2-2017.
  3. Ný stjórn skiptir með sér verkum.
  Ingólfur Már var endurkjörinn sem varaformaður, Margrét kjörin sem gjaldkeri og Sigrún sem ritari.
  Þá var farið yfir fundargerð aðalfundarins sem haldinn var 12. apríl 2017 í Safnaðarheimili Langholtskirkju, hún samþykkt og er tilbúin til birtingar á netinu.
 3. Kolbrún kom með tillögu um nýjan kynningarbækling fyrir þá sem vilja ganga til liðs við félagið og sýndi bækling frá HRF í Svíþjóð. Málið rætt og stjórnarmenn á því að endurgera heldur bækling sem notaður hefur verið síðan 2012 en uppfæra hann eins og þurfa þykir. Sá bæklingur er í sama formi og aðrir upplýsingabæklingar frá sama tíma um Svimasjúkdóminn, Tinnitus, Heyrnarskerðingu og Heyrnarhjálp. Kolbrúnu falið að kanna með endurprentun og leita tilboða. Jafnframt að kanna með kostnað á að gera plastað auglýsingarplakat með skaðaskalanum í desibelum sem við höfum notað í Fréttablöðin okkar.
 4. Starfsemin framundan rædd og einkum þemadagar sem haldnir verða hér í lok ágúst á næsta ári. It-ferðir hafa boðið fram þjónustu sína til að sjá um bókanir á hótel, ferðalög og annað sem felst í að taka á móti hópi fólks. Fyrirtækið nýtur góðra afslátta á hótelum og meðal rútufyrirtækja sem við myndum líklega ekki fá en á móti kemur að þeir taka sína „kommisjón“ sem líklega jafnar þennan kostnað. Rétt er að minna á að ferðakostnaðurinn er greiddur af NHS samtökunum.

  Rætt var um fræðslufundi sem þarf að klára bæði í Vestmannaeyjum og á Höfn nú í vor eða í haust.
  Formaður óskaði eftir lista yfir staði sem búið er að heimsækja á undanförnum árum.

  Kolbrún spurði hvort eitthvað ætti að gera í sambandi við 80 ára afmæli félagsins sem er 14. nóv. t.d. hvort halda ætti málþing eða eitthvert kynningarátak með skírskotun í afmælið.
  Ákveðið að fólk sendi á milli sín tillögur og hugmyndir á facebókinni og taka svo ákvörðun á næsta fundi.

IMM spurðist fyrir um Tónmöskvabókina sem komin er á heimasíðuna og óskaði eftir að hún yrði send á ákveðinn aðila í ferlinefnd Reykjavíkurborgar.
Hann mun senda netfang á Kolbrúnu sem mun senda hana áfram.
Þá voru ýmsar tillögur um hvert skuli senda Tónmöskvabókina en hún hefur nú þegar verið send Samtökum Sveitarfélaga og óskað eftir að þeir birti hana eða sendi á sveitarfélögin.

Kolbrún greindi frá fjárhagsstöðunni en 15.5.2017 voru samtals kr. 7.880.641 á bankareikningum,- en ógreiddir reikningar ca. 140.000,-. Staða fasteignaláns um áramót var 295.717,-. Það kom fram að rétt væri að greiða það upp.  Félagið fær mánaðarlegar greiðslur úr Ríkissjóði kr. 708.300,- út þetta ár samkv. samningi. Í lok árs þarf að fara að huga að öðrum 2ja ára samningi við ríkið.
Þá er búið að ganga frá árlegri umsókn til ÖBI og öll gögn komin til þeirra.

 1. Undir liðnum önnur mál var rætt um kvörtun vegna HTI sem hefur lagt af það sem kallast „ opinn tími“ . Ákveðið að hafa samband við HTI og óska eftir skýringum og hvort við gætum komið eitthvað að málinu t.d. með því að þrýsta á ríkið um aukið fjármagn. Kolbrúnu falið að setja sig í samband við Kristján og heyra hans hlið á málinu.
  Þá var rætt um reikning að fjárhæð kr.52.500,-sem borist hafði vegna rittúlkunar á ráðstefnu um algilda hönnun sem haldin var í Norræna húsinu af Mottumarsverkefninu með þátttöku málefnahóps ÖBI um aðgengismál og fl. aðila. Stjórn samþykkti að greiða þennan reikning þar sem okkar fulltrúi hafði fallist á það á fundi í málefnanefnd enda hafði hann sjálfur séð um að afla tekna á móti.
  Þetta er óvenjulegt ferli en samþykkt með þeim fyrirvara að vera lærdómur fyrir stjórn sem mun í framtíðinni bæta verklag sitt við ákvarðanatöku um styrkveitingar. Mikilvægt er að okkar fötlun njóti jafnréttis gagnvart öðrum hópum fatlaðs fólks.
  Sigrún kom með fyrirspurn hvort ekki mættu liggja frammi upplýsingar um félagið á stöðum sem selja rafhlöður í heyrnartæki sem eru aðallega Apótekin. Samþykkt að reyna það þegar nýr bæklingur lítur dagsins ljós.
  Einnig gat Sigrún um að sennilega væri boð á leiðinni til okkar vegna lokafundar í verkefninu „SkiHi“ sem er um snemmtæka íhlutun vegna heyrnarskertra ungbarna.
  IMM vildi ræða um ársreikningana þar sem ekki náðist að ræða þá í stjórn fyrir aðalfundinn en þar sem komið var fram yfir boðaðan fundartíma var ákveðið að taka ársreikningana fyrir á næsta fundi þar sem hægt væri að ræða þá lið fyrir lið. Það var samþykkt.

  Næsti fundur áætlaður 7. Júní kl 17,15-18,30

Fundi slitið kl 19.05

 

Fundargerð nr. 1-2017 haldinn 25.janúar 2017

1- 2017 (41) fundur stjórnar Heyrnarhjálpar- félags heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 26. janúar 2017 að Langholtsvegi 111 Reykjavík kl. 17.15

Mættir ; Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ) Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Heyrnarhjálpar (KS) Ingólfur Már Magnússon (IMM) Þráinn Sveinbjörnsson (ÞS) Atli Ágústsson (AÁ) og Kristín M. Bjarnadóttir (KMB) .
Forföll boðuðu; Margrét Friðþjófsdóttir (MF) og Sigrún Magnúsdóttir (SM)
Dagskrá :
1.Formaður setur fundinn á táknmáli
2. Fundargerð síðasta fundar nr. 40 haldinn þann 28.11.16 samþykkt
3. Langholtsvegur 113; bréf frá umhverfis- og skipulagsráði 2.1. 2017. Framkvæmdarstjóri las upp bréf frá Umhverfis og skipulagsráði um breytingu á fasteigninni Langholtsvegur 113, byggð hæð ofaná, húsnæði breytt ásamt bílastæðum. Verið er að breyta húsnæðinu í gistirými. Framkvæmdarstjóra falið að kanna hvar málið stæði. Ákveðið að fylgja ákvörðun stjórnar húsfélagsins í þessu máli. Eftir því sem við best vitum er húsfélagið á móti þessum breytingum.
4. Umboðsmaður Alþingis; Vegna kvörtunar á textun hjá RÚV. Umboðsmaður kallar eftir athugasemdum frá Heyrnarhjólp um hvar réttur til textunar sé brotinn. Stjórnarmenn taki saman hver hjá sér hvar þeir telja að vanti á textun sjónvarpsefnis hjá RÚV og sendi til framkvæmdarstjóra, sem í framhaldinu skrifi uppkast að bréfi til Umboðsmanns Alþingis. Bréfið verði fyrst sent til stjórnarmanna til yfirlestrar og athugasemda áður en það fer til Umboðsmanns Alþingis.
5. Bréf v. NAS Nordisk Audiologisk Sällskap: Beiðni um að Heyrnarhjálp taki þátt í ráðstefnu með þeim hér á landi. Framkvæmdarstjóra var falið að láta NAS vita af því að við tilheyrum ekki þeirra félagsskap og tökum því ekki þátt í að halda þessa ráðstefnu með þeim.
6. Fjarhagsstaða 31.12.2016. Kolbrún sagði frá hvernig fjárhagsstaða er á bankareikningum um áramót og gat um að í lok árs þyrfti að huga að endurnýjun samnings við ríkið.
7. Önnur mál.
Öbí uppl. Um nefndarskipan í málefnahópa en enginn frá okkur kjörinn að þessu sinni.
Fréttir úr ferlinefnd – Ingólfur Már Magnússon
Ingólfur sagði frá starfi Ferlinefndar , Reykjavíkurborg er búin að setja upp tónmöskva á nokkra þjónustustöðvar í borginni ss. Bókasafn, sundlaugar o.fl. staði tónmöskvarnir eru að reynast vel.
Fréttir frá Snemmtæk íhlutun Sigrún Magnúsdóttir- þessum lið er frestað þar sem Sigrún er fjarverandi en hún er okkar fulltrúi í þeirri verkefnavinnu.
Heyrnardagur 3 mars Höreforeningen í Danmörku. Kolbrún benti á að alþjóðlegur dagur heyrnar er 3.mars og hvort Heyrnarhjálp ætti að gera eitthvað til að vekja athygli á þessum degi. Hún sagði frá því sem Höreforeningen í Danmörku er að leggja áherslu á. Rætt var um að reyna að vekja athygli á heyrn og heyrnarskerðingu í fjölmiðlum. Reyna að ná eyrum dagblaða og fá unga öfluga einstaklinga
til að koma í viðtal og ræða um heyrn og þá tækni sem er í boði fyrir heyrnarskerta og hvernig tæknin nýtist eða gæti nýst ef aðgangur er að henni.
Fundi slitið. 18.20
Fundargerð ritaði Kristín M. Bjarnadóttir.