Aðalfundur Heyrnarhjálpar 24 maí. 2023

Aðalfundur Heyrnarhjálpar 24. maí 2023, haldinn í sal ÖBÍ að Sigtúni 42.

Formaður Heyrnarhjálpar, Halla B. Þorkelsson, setur 86. aðalfund Heyrnarhjálpar. 

  • Kosning fundarstjóra: Tillaga kemur um Hjört Jónsson og er hún samþykkt.
  • Kosning fundarritara: Tillaga kemur um Þórnýju Björk Jakobsdóttur og er hún samþykkt.

Skýrsla formanns: 

Halla flutti skýrslu stjórnar þar sem hún fer yfir það helsta sem gert hafði verið á árinu. „Síðasta starfsár hafi verið  fjölbreytt. Félagið flutti 4 sinnum á undanförnum 14 mánuðum, geri aðrir betur. Það hefur tekið tíma og orku, en við fluttum hingað á efri hæðina á síðasta ári og vorum með skrifstofur hér í október og nóvember og svo flutti skrifstofan á heimili formanns, þar til í febrúar þegar við fluttum hér niður, var það okkar markmið að vera í samfloti með öðrum og sú dínamík sem af því skapast er dýrmætt. Stjórn hefur fundað reglulega og hist oftar. Við létum tíða flutninga ekki aftra okkur í innra starfi og að knýja á um skilning og stuðning í málefnum heyrnarskertra hjá framkvæmdavaldinu. við áttum fund með félags og vinnumarkasráðherra, heilbrigðisráherra og menntamála og var okkur vel tekið. Það var í einu ráðuneytinu tekið á móti okkur eins og við værum táknmálstalandi, sem ségir sína sögu, að það þarf að kynna hvað heyrnarskerðing er. Þessir boltar eru enn svífandi og í úrvinnslu, en ætlun félagsins er að setja á málþing á næsta hausti um heyrn og vitundarvakningu um heyrnarskerðingu. Formaður og varaformaður sóttu ráðstefnu NRS, þetta er fundur félaga á Norðurlöndum og var sá fundur mjög fínn. Mjög gott var að hitta aðra sem eru að glíma við það sama og við, góð fræðsla og ákvðeið var ða hafa kuðungsígræðslu þema í Stokkhólmi á fundi i apríl sl. og formaður og varaformaður sóttu þann fund. Það var ákvðein upplifun ða koma i höfuðstöðvar þeirra sænsku, og mig langaði ekki út aftur, þvði að hljóðvistin var alveg til fyrirmyndar, hvort sem það var í eldhúsi eða annars staðar. en ég þurfti ða fara heim til Ílsnads. Það voru fluttir fyrirlestrar um kuðungsígræðslu og mikil fræðsla henni tengdri og það spönnuðust mjög góðar umræður um stöðu mála í hverju landi fyrir sig. Það er ljóst að fjölgun verður á kuðungsígræðsluþegum á næstu árum og áratugum sem að fjallað verður um hér á eftir. En aðeins meira af liðnum vetri, við vorum með stólajóga og það var rittúlkað síðasta haust og það tókst að mjög mörgu leyti vel og vði lærðum vel af. Við höfum verið að leita að sal til að setja þetta upp aftur, en eins og gott er að vera hér í Sig´tuni, er ekki hægt að bóka sali langt fram í tímann og það gengur ekki þegar við erum með námskeið og hægt og bítandi fjölgar þeim sem ganga í félagið. Skrifstofan er opin á mánudögum frá 1 til 3 og heimasíðan er opin og mikil aukning hefur veirð á umferð um Facebook. Ingólfur Már og Stefán hafa veirð í hvorri sinni nefnd, húsnæðisnefnd og aðgengisnefnd hjá ÖBÍ og auk þess er Ingólfur fulltrúi í aðgengisnefnd Reykjavíkurborgar.“  

Gjaldkeri leggur fram og skýrir endurskoðaðan og áritaðan ársreikning: 

Stefán Benediktsson gjaldkeri fyrir yfir ársreikning. Umsvif félagsins hafi aukist síðasta ár miðað við Covid tímann. Gjaldkeri fer í gegnum reikning og gerir grein fyrir honum.

Stefán tekmur fram í lokin að hann muni ekki gefa kost á sér í gjaldkerahlutverkið á næsta starfsári.

Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu formanns og ársreikning.

Starfsáætlun næsta starfsárs:

Formaður segir frá því að í býgerð sé undirbúningur fyrir málþing/ráðstefnu um aðgengi að heyrn. Já eins og ég talaði um áðan með undirbúning að málþingi, ráðstefnu um aðgengi og heyrn, það er aðalmarkmið okkar auk þess að efla innra starf félagsins og halda áfram í verkefninu að rjúfa félagslega einangrun. Það er gríðarlega mikilvægt.

Kosning formanns til eins árs

Halla B. Þorkelsson var ein framboði til formanns og er hún kjörin með lófataki.

Kosning tveggja aðalmanna til tveggja ára.

Ingólfur Már Magnússon, Kristín Margrét Bjarnadóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Telma Sigtryggsdóttir eru öll í framboði.   

Frambjóðendurnir Ingólfur, Kristín og Sigrún gera stutt grein fyrir sér og kynna sig. Telma Sigtryggsdóttir dregur framboð sitt til baka en gefur kost á sér sem varamaður.

Kosning fer fram.

Ingólfur Már fékk 8 atkvæði

Kristín Margrét 9 atkvæði

Sigrún 4 atkvæði.

Rétt kjörnir aðalmenn í stjórn eru Kristín og Ingólfur.

Rétt kjörnir varamenn í stjórn eru Telma og Sigrún.

Kjör skoðunarmanna reikninga.

Tómas Hallgrímsson og Hjörtur Heiðar Jónsson eru í kjöri og eru þeir kosnir með lófataki.   

Formaður fékk umboð fundarins til að skipa í starfsnefnd á stjórnarfundi og leita til félaga sem eru ekki í stjón, ef stjórn þykir það henta. Starfsnefnd um vegna ráðstefunar um aðgengi að heyrn.

Aðalfundarstörfum lokið. Ekki fleira gert og fundi slitið.

Scroll to Top