Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2024

Aðalfundur Heyrnarhjálpar verður haldinn í Mannréttindahúsi (Sigtún 42) þann 28. maí næstkomandi. Góðar veitingar verða í boði og öll eru velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Dagskrá aðalfundarins er svohljóðandi:

  1. Formaður setur fund og fer yfir dagskrá
  2. Fundarstjóri er tilnefndur
  3. Ritari er tilnefndur
  4. Ársskýrsla lögð fram af stjórn og endurskoðaðir reikningar síðasta árs
  5. Kjör formanns
  6. Kjör tveggja meðstjórnenda
  7. Önnur mál

Heyrnarheilsa skiptir meiru máli en marga grunar – Heyrum alla ævi!

Scroll to Top