Fræðsla um kuðungsígræðslu

Ingibjörg Hinriksdóttir yfirlæknir HTÍ flytur fræðslu erindi um kuðungsígræðslu á mikiðvikudagins kvöldið 24 maí n.k að loknum aðalfundarstörfum Heyrnarhjálpar.

Hvað er kuðungsígræðsla? – Hverjir eru kandidatar í kuðungsígræðslu – Hvers má vænta eftir ígræðsluna og hver er þróunin ?

  Allir velkomin!

Aðalfundur Heyrnarhjálpar

  1. Kjör tveggja varamanna í stjórn.

  2. Önnur mál.

Boðið verður uppá veitingar, verið velkomin!

Skrifstofa Heynarhjálpar í Sigtúni 42

Skrifstofa heyrnarhjálpar í Sigtúni 42 er opin alla  mánudaga frá 13:00-15:00.

Ekki er þörf á tímabóknu. Símanúmer félagsins er eins og áður 5515895. 

Verið velkomin!

Alþjóðlegur dagur heyrnar 3 mars.

Heynin er okkur öllum mikilvæg í daglegu líf og fæstir þeirra sem fullheyrndi eru leiða hugann af lífi með skertri heyrn, samt er það svo að samkvæmt tölum frá WHO má reikna með að um 20% Íslending glími við heyrnarmein af einum eða öðrum toga. Spár WHO gera því miður ráð fyrir 10% aukningu á næstu 13 árum.

Heyrnarskerðing er mögulega algengasta falda fötlunin og kostar, ef hún er ómeðhöndluð gríðarlega fjármuni fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan   Ísland hefur dregist aftur úr í málefnum heyrnarskertra síðustu áratugina. Áætlað er að kostnaður í Evrópu vegna ómeðhöndlaðrar heyrnarskerðinga sé 213 milljarðar evra á ári hverju samkvæmt, alþjóðlegu vísindaskýrslunni” Evaluatioon of the Social and Economic Cost of Hearing Impairment” Sjá heimild.

    Lýðheilsa

Það skiptir gríðalega miklu máli að gæta að heyrnarheilsu sinni. Nota viðeigandi heyrnarhlífar í hávaða, gæta þess að spila ekki tónlist of hátt (airpod).

Láta fylgjast með heyrninni með reglubundnum mælingum eftir að ákveðnum aldri svo sem 55-60 ára og hefja notkun á heyrnartækjum um leið og heyrnarfræðingar telja æskilegt. Við hjá Heyrnarhjálp höfum orðið vör við að annarsvegar er hópur sem hefur dregið það alltof lengi að fá sér heyrnartæki, heyrn þeirra orðið verulega slæm þegar tæki eru tekin í notkun og ákveðin ómugleiki við að venja sig á notkunn þeirra.  Greining á talhljóðum orðin verulega slæm og einangrun og slæm heilsa vilja gjarnan fylgja í kjölfarið.

Skúffutæki eru þau gjarnan kölluð heyrnartæki sem keypt eru, sett upp í nokkur skipti og gefist upp á notkun. Virkilega sorglegt, því með markvissiri þjálfun ætti öllum að takast að brúka heyrnartæki sín þannig að þau bæti lífsgæði svo um munar.  Við hvetjum þá sem eru í þessum sporum að gefast ekki upp. Hafa samband við söluaðilann, láta breyta stillingum og þjálfa upp getu til að nýta sér heyrnartækin. Mikill lífsgæði eru í húfi.

Hinsvegar er það hópur sem telur það gjarnan ósmart að bera heyrnartæki.  Gömul og úrelt viðhorf sem þarf virkilega á viðhorfsbreytingu á að halda, enda verulega ósmart að halda sér illa heyrandi með allri þeirri streitu og álági sem því fylgir.

Áhyggjur okkar af sístækkandi hóp þeirra sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til heyrnartækjakaupa og fresta kaupum á tækjum með slæmum afleiðingum fyrir þá sem hlut eiga að máli sem og samfélagið í heild sinni.  Verðbólga er há og verð hækkar og fyrir þennan hóp sem hefur ekkert fjárhagslegt svigrúm verður að koma til móts við. Það er algjörlega óásættanlegt að borgurum þessa lands sé missmunað eftir hver fötlun þeirra er.

einstaklingin sem og samfélagið í heild sinni.

  1. Vitsmunaleg geta skerðist.

  2. Þunglyndi

  3. Kvíði

  4. Þreyta

  5. Bugun.

 

Eitt af mikilvægum málefnum Heyrnarhjálpar er aðgengi þar með talið rittúlkun.  Heyrnarhjálp fékk styrk á síðasta ári frá Félags og vinnumarkaðsráðuneytnu vegna verkefnins að rjúfa einangrun og  boðið uppá rittúlkað stólajóga fyrir alla sem glíma við heyrnarskerðingu og er það frítt fyrir félagsmenn. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu félagsins og eru félagsmenn hvattir til að prufa sér að kostnaðarlausu.

 

Heimild:https://portal.qader.org/cached_uploads/download/2018/04/12/evaluation-of-the-social-and-and-ecomomic-costs-of

Skrifstofa Heyrnarhjálpar er opin á mánudögum frá 13:00-15:00

Við hjá Heyrnarhjálp erum að koma okkur fyrir í nýju skrifstofurými í Sigtúni 42. Sama símanúmer 5515895
Verið velkomin!

Stólajóga fellur niður í dag

Okkur þykir það leitt en stólajóga fellur niður í dag, vegna veikdinda. Hittumst hress eftir 2 vikur.

Stólajógað snýr aftur!

Vegna mikilla vinsælda var ákveðið að halda annað námskeið í stólajóga fyrir heyrnarskerta og þá sem glíma við eyrnasuð!

Námskeiðið hefst: Fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13:30.

Lengd: Óákveðið, stefnt á að það sé fram að vori.

Hvar: Hátúni 10.

Verð: Frítt fyrir félagsmenn, 5000 kr. fyrir aðra.

Skráning fer fram í gegnum: https://hringsja.is/skraningjoga/

Við hvetjum alla til að skrá sig og njóta þeirra vellíðan sem iðkunin stuðlar að!

Frestun á snjallsímanámskeiði

Okkur þykir leitt að tilkynna að fyrirhugað snjallsímanámskeiði sem halda átti í kvöld frestast um viku til mánudagsins 7 nóvember.

  Stjórn Heyrnarhjálpar

Vertu snjöll/snjall – Snjallsímanámskeið fyrir heyrnaskerta!

Heyrnarhjálp kynnir rittúlkað námskeið í snjallsímanámskeið fyrir félagsmenn sína (nýir félagar velkomnir!) með tæknisnillingnum Atla Stefáni Yngvasyni. Atli Stefán stofnaði tæknibloggið Simon.is og er einn af stjórnendum þess, hann er alhliða nörd og tæknifíkill með meiru!
 
Á námskeiðinu verður farið yfir með þátttakendum hvernig einstaklingar sem heyra illa geta nýtt sér betur snjallsímatæknina og hvaða sérsniðnu lausnir eru í boði fyrir þá. Einnig mun Atli aðstoða þátttakendur að læra betur á snjallsímana sína og/eða viðhalda kunnáttu sinni.
 
Námskeiðið verður haldið í tvö skipti, annars vegar fyrir þá sem eru með Iphone (IOS stýrikerfi) og hins vegar fyrir þá sem eru með Android stýrikerfi.
– Iphone námskeiðið verður: 24. október kl. 18:00 – 20:00
– Android námskeiðið verður: 31. október kl. 18:00 – 20:00
 
Hvar: Borgir, Spönginni í Grafarvogi
 
Þátttaka í námskeiðið er félagsmönnum Heyrnarhjálpar að kostnaðarlausu og við hvetjum nýja sem og aldna félagsmenn til að skrá sig!
Fyrir þá sem eru ekki félagsmenn kostar þátttaka 10.000 kr.
 
Skráning fer fram í gegnum: heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is

Jenile kynning 14. október

Föstudaginn 14. október kl. 11:00 – 16:00 verður Jenile kynning á Félagsheimili Félags heyrnarlausra. Við hvetjum eindregið alla félagsmenn okkar til mæta og kynna sér þessi sniðugu aðgengistæki fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu!